Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 88
ber þá inn í hana, sem getur verið talsverð vegalengd og
staflar þeim upp. Að vísu er hægt að draga úr þessu erfiði,
en það kostar bara fleiri tæki, svo sem baggatínu, sem gríp-
ur baggana af jörðinni og lyftir þeim upp á heyvagninn, og
færiband þyrfti við hlöðuna til þess að flytja þá inn í hana.
Er þá ekki þessi heyhirðingaraðferð orðin of dýr, a.m.k.
fyrir smærri búin, einkum og sér í lagi ef heyhleðsluvagn
er notaður við sumt af heyinu?
Það er líka hægt að taka heyið saman í bólstra, moka því
síðan með handafli í bindingsvélina, taka við böggunum
úr henni og hlaða þeim upp á túninu. Svo má flytja þá
heim þegar tími gefst til.
Menn segja að mikið af erfiðinu endurheimtist að vetr-
inum, það sé svo þægilegt að grípa baggana og halda á þeim
í jötur og garða í stað þess að losa það úr stálinu og bera
það fram í fanginu, þetta er sjálfsagt rétt.
Því er líka haldið fram að hlaðan taki meira af bundnu
heyi en lausu. Þetta dreg ég í efa, en viðurkenni þó, að ef
böggum er staflað ofan á laust hey efst í hlöðunni þá kemst
meira í hana. Forðagæzlumenn hafa auðvitað gert sér grein
fyrir þessu atriði, en mig grunar að þeir geri ekki mikinn
mun á bundnu heyi og lausu í hlöðurýminu.
Ég dreg ekki dul á að heyhleðsluvagnarnir eru mér bezt
að skapi við heyhirðinguna og þá má líka nota við flutning
heys í vothey.
92