Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 64
að ræða smágert hey eins og gerist á íslandi, hey sem vill leggjast þétt saman og hættir til að loka rimlakerfunum. I lögginni niður við gólfið þar sem opin á hliðarstokkum stokkakerfanna eru, leggst heyið aldrei mjög þétt og því á loftstraumur frá blásara auðveldara með að dreifast upp í heystæðuna. Nefnd kerfi eru flest smíðuð eftir teikningu frá Búnaðarfélagi íslands og má af þeim finna myndir og um þau ritaðan texta bæði í Fræðsluriti BI, Frey og Hand- bók bænda. Hjá einstökum bændum voru kerfi sem ábyggi- lega fyrirfinnast ekki á neinni teikningu, þar sem aðeins var hróflað upp spýtnabraki eða járnarusli. Stendur það vonandi til bóta að hér verði lagfæring á. Blásarar, mótorar og orkuþörf. Mjög er mismunandi eftir fjórðungshlutum hve mikið er af fasttengdum blásurum með mótor. í Húnavatnssýslu eru það á að giska 10—15% bænda sem þannig búnað hafa í hlöðum sínum, í Skagafirði 15—20% og í Eyjafirði, S-Þing. og N-Þing. 70—80% bænda. Stærðir og gerðir þeirra blás- ara sem í notkun eru, eru af ýmsu tagi. Mjög víða eru blás- arar smíðaðir af Landssmiðju íslands, ýmsar stærðir, oft þó nr. H 12 og H 22. Þá eru blásarar smíðaðir í Árteigi Köldu- kinn, Bifvélaverkstæðinu Dalvík, Vélaverkstæðunum Keili og Steðja og enn fleiri gerðir fundust af blásurum. Mjög bagalegt er að stór hluti þeirra blásara, sem í notkun eru, hafa ekki verið prófaðir hjá Bútæknideild eða annars stað- ar og því ekkert um það vitað hvað þeir blása miklu lofti við ákveðinn snúningshraða og loftmótstöðu, hvað þá held- ur er vitað um orkuþörf þegar nægilega er blásið. Rafmót- orar eru flestir 7—10 hestöfl, á síðustu tímum hafa ýmsir bændur þó fengið sér 13 hestafla mótora. Á nokkrum stöð- um eru enn í notkun díselmótorar við súgþurrkunarblásara. Hér þykir rétt að minnast lítillega á orkuþörf til súg- þurrkunar. Samkvæmt töflu í kennslubókarhefti um hey- verkun fyrir Framhaldsdeildina á Hvanneyri eftir Bjarna Guðmundsson, þá þarf 15 kwst til að þurrka 100 kg af heyi 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.