Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 90

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 90
austur á Jökulsdalsheiði. Dalurinn liggur fyrst í suðvestur, þegar úr byggð er komið, en beygir síðan í suður og endar í þröngu gili við fjallið Einbúa, strýtu myndaðan hnjúk fyrir botni dalsins. Austan við Heljardal eru Stakfell og Kindafell, að norðan Heljardalsfjöll og að vestan Bungu- fjallgarðurinn. Djúpt og þröngt gil, Öldugil, klífur Heljar- dalsfjöllin frá Bungufjallgarðinum. Úr gilinu hefur runn- ið skriða austur yfir dalinn. Nefnist hún Alda og er allvel gróin. Um miðjan dalinn kemur á vestan úr Bungufjall- garði, Heljardalsá. Fellur hún austur yfir dalinn og síðan norður með Stakfellinu og Kindafellinu, brýst í gegnum hólaþyrping við norður horn Kindfellsins. Þar heitir Þröng. Síðan fellur áin niður Innrieyrar sunnan við Sjöhjónavatn og sameinast Hafralónsá við Þrætuhólma. Er hún þá mun vatnsmeiri en Hafralónsá. í miðjum dalnum er stakt lítið fjall, sem heitir Kollur. Þaðan er sagður þriggja tíma gangur í þvervestur að Víðihóli á Fjöllum. Heljardalur mun vera 12 til 15 km langur og 4—5 km á breidd, þar sem hann er breiðastur. Það sögðu mér gamlir menn, að aldrei væri með öllu haglaust í Heljardal. Gróðri er þannig háttað í daln- um, að með fram ánni skiptast á vallendisbakkar og eyrar vaxnar víði, en er frá ánni dregur taka við víðáttumiklir flóar með stargresi. Eru flóarnir að mestu vestan og norðan árinnar, en sunnan við ána eru flár og lækjadrög. Suðaust- ur hluti dalsins er að mestu gróðurlausir sandar, rennislétt- ir. Mætti þar hæglega lenda flugvél. En víkjum aftur til haustsins 1954. Októbermánuður leið án þess að gæfi í eftirleit og nóvember fram til þess 11., sem bar upp á fimmtudag. Þá var komið bjart veður og góð veðurspá. Var þá strax um morguninn farið að undirbúa eftirleit. Ekki var um annað að ræða en ganga á skíðum, því vitað var að snjór hlaut að vera mikill í heiðinni eftir þær gífurlegu úrkomur sem verið höfðu. Snjóbílar voru þá óþekktir hér um sveitir, og vélsleðar ekki til nema sem óljós draumur framsýnna manna. Löggöngum var lokið og því ekki liægt að skylda neinn til þessarar farar. Hverjir vildu gerast sjálfboðaliðar í svona ferð? Einn var þegar 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.