Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 90
austur á Jökulsdalsheiði. Dalurinn liggur fyrst í suðvestur,
þegar úr byggð er komið, en beygir síðan í suður og endar
í þröngu gili við fjallið Einbúa, strýtu myndaðan hnjúk
fyrir botni dalsins. Austan við Heljardal eru Stakfell og
Kindafell, að norðan Heljardalsfjöll og að vestan Bungu-
fjallgarðurinn. Djúpt og þröngt gil, Öldugil, klífur Heljar-
dalsfjöllin frá Bungufjallgarðinum. Úr gilinu hefur runn-
ið skriða austur yfir dalinn. Nefnist hún Alda og er allvel
gróin. Um miðjan dalinn kemur á vestan úr Bungufjall-
garði, Heljardalsá. Fellur hún austur yfir dalinn og síðan
norður með Stakfellinu og Kindafellinu, brýst í gegnum
hólaþyrping við norður horn Kindfellsins. Þar heitir Þröng.
Síðan fellur áin niður Innrieyrar sunnan við Sjöhjónavatn
og sameinast Hafralónsá við Þrætuhólma. Er hún þá mun
vatnsmeiri en Hafralónsá. í miðjum dalnum er stakt lítið
fjall, sem heitir Kollur. Þaðan er sagður þriggja tíma gangur
í þvervestur að Víðihóli á Fjöllum. Heljardalur mun vera
12 til 15 km langur og 4—5 km á breidd, þar sem hann er
breiðastur. Það sögðu mér gamlir menn, að aldrei væri með
öllu haglaust í Heljardal. Gróðri er þannig háttað í daln-
um, að með fram ánni skiptast á vallendisbakkar og eyrar
vaxnar víði, en er frá ánni dregur taka við víðáttumiklir
flóar með stargresi. Eru flóarnir að mestu vestan og norðan
árinnar, en sunnan við ána eru flár og lækjadrög. Suðaust-
ur hluti dalsins er að mestu gróðurlausir sandar, rennislétt-
ir. Mætti þar hæglega lenda flugvél.
En víkjum aftur til haustsins 1954. Októbermánuður leið
án þess að gæfi í eftirleit og nóvember fram til þess 11., sem
bar upp á fimmtudag. Þá var komið bjart veður og góð
veðurspá. Var þá strax um morguninn farið að undirbúa
eftirleit. Ekki var um annað að ræða en ganga á skíðum,
því vitað var að snjór hlaut að vera mikill í heiðinni eftir
þær gífurlegu úrkomur sem verið höfðu. Snjóbílar voru þá
óþekktir hér um sveitir, og vélsleðar ekki til nema sem
óljós draumur framsýnna manna. Löggöngum var lokið og
því ekki liægt að skylda neinn til þessarar farar. Hverjir
vildu gerast sjálfboðaliðar í svona ferð? Einn var þegar
94