Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 39
Yfirborðslag jarðvegsins hefur að sjálfsögðu algera sér-
stöðu, einkum í grónu landi, þar sem því fylgir gróðursvörð-
urinn, með miklu magni af lifandi og dauðum jurtahlutum,
mosa, stönglum og rótum. í gróðursverðinum er að jafnaði
mikið af smádýrum, einkum mordýrum og maurum, sem
ekki fara niður í hinn eiginlega jarðveg, og geta því ekki
kallast jarðvegsdýr í strangri merkingu. Engin tilraun var
gerð til að skilja þessi yfirborðsdýr frá hinum, enda er það
ekki auðvelt. Þó hefði verið fróðlegt að taka þynnri sýnis-
sneiðar úr yfirborðslaginu t. d. 1 cm, og hefði þá efalaust
fengist verulegur mismunur á efri og neðri hluta þess.
Samkvæmt töflunni eru bessadýr og krabbadýr nær ein-
göngu í efsta laginu, og því sennilega bundin við mosa eða
annan gróður. Skordýr, pottormar og þyrildýr eru marg-
falt fleiri í yfirborðslaginu en í hinum lögunum til samans,
en fara þó niður á um 10 cm dýpi, skordýrin í mólendi, en
hinir flokkarnir í mýrum.
Mordýr og maurar fara hins vegar niður á um 15—17 cm
dýpi í þurrlendinu, en aðeins 10 cm dýpi í mýrum. Þessi
dýr eru bundin við loftrúm í jarðveginum, og geta því ekki
þrifist í vatnssósa jarðvegi.
Nálormarnir hafa algera sérstöðu meðal smádýra jarð-
vegsins hvað snertir lóðrétta dreifingu. I þurrlendinu er að-
eins tæpur þriðjungur þeirra í yfirborðslaginu og þeir fara
mun lengra niður en aðrir dýraflokkar. Þeir eru yfileitt al-
gengir í um 20—25 cm dýpi, og því má ætla að töluvert
verði eftir af þeim við venjulegar sýnatökur. Þeir hafa jafn-
vel fundist í sýni, sem tekið var á um 45 cm dýpi á Víkur-
bakka haustið 1969, og margt bendir til að þeir geti farið
enn lengra niður. I útreiknuðum tölum (b) í töflunum er
tekið tillit til þessa atriðis.
Þess skal að lokum getið, að smádýrin fara mismunandi
djúpt eftir árstímum, en frá því verður nánar greint í síð-
ustu greininni.
41