Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 111
Á síðastliðnu ári (1974) fékkst styrkur úr Menningarsjóði
KEA að upphæð kr. 100.000,00 til þess að útbúa handrit að
téðu verki Ólafs Jónssonar, þannig að hægt væri að fara
með það í prentsmiðju. Á sl. vori fékkst aftur styrkur úr
Menningarsjóði KEA kr. 100.000,00 til þessa verks. Vil ég
fyrir hönd Ræktunarfélagsins færa Menningarsjóðnum
beztu þakkir fyrir þetta framlag. Byrjað er að setja ritið
hjá Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. Menntamála-
ráð hefur gefið góð orð um að styrkja þessa útgáfu á næsta
ári.
Ferðalög.
Fór í V-Hún. 1974, bæði til leiðbeininga um heysýnatöku
og aftur seinna með niðurstöður heyefnagreininga og heim-
sótti þá ásamt Aðalbirni Benediktssyni, sem næst 15 bændur
í Víðidal.
Nokkur ferðalög urðu í sambandi við tilraunir, bæði Se-
athuganir sem um getur í skýrslu Þórarins og einnig aðrar
tilraunir, sem við erum viðriðnir.
Þá var farið inn í Eyjafjörð, í S-Þing., Skagafjörð og A-
Hún. á liðnu voru í sambandi við athugun á súgþurrkun.
(Sjá skýrslu um súgþurrkun).
Ýmis fleiri ferðalög smærri voru farin.
Starfsfólk.
Haustið 1974 voru ráðnar stúlkur til starfa. Anna Sæmunds-
dóttir hóf störf 10. september og vann til maíloka. Aðal-
heiður Jóhannsdóttir byrjaði 16. september og vann til ára-
móta. Matthildur Egilsdóttir vann frá 2. september og til
janúarloka. Hún vann aðeins hálfan daginn. Við Þórar-
inn unnum allt árið. Öllu þessu samstarfsfólki þakka ég vel
unnin störf og gott samstarf á liðnu ári.
115