Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Qupperneq 20
D. Þœttir, er dhrif hafa d aðferðina.
1. Vambarvökvinn.
a) Fóðrun skepnunnar. Fóðrið hefur mikil áhrif á starf-
semi vambargerlanna, og gjöf verður því að vera sem jöfn-
ust. Sauðunum, sem við notum, er gefið hey af jöfnum og
miklum gæðum auk steinefna og vítamína.
b) Taka vambarvökva. Menn greinir á um það, hvort
tíminn, sem líður milli fóðurgjafar og töku vambarvökva,
hafi áhrif á starfsemi vambargerla. Flestir taka vökvann
12—18 stundum frá síðustu gjöf, þó að vitað sé, að gerlarnir
eru flestir 1—6 stundum eftir gjöf. Þessi dráttur hefur sína
kosti. Vambarvökvinn er þá orðinn þunnfljótandi, og það
flýtir töku hans. Þá er líka minna af uppleystum næringar-
efnum, sem ógilt gætu niðurstöður. Við tökum því vambar-
vökvann að morgni, 16—17 stundum eftir síðustu gjöf.
c) Mismunur d skepnum. Þó að fleiri en ein skepna sé á
sömu gjöf, er gerlastarfsemi þeirra oft mismunandi. Þessi
munur skiptir minna máli, ef tekinn er vökvi úr tveim,
þrem skepnum og hann blandaður, áður en melting hefst.
2. Köfnunarefnisbætir.
í þessari aðferð er ammoníum súlfati bætt í vambarvökv-
ann. Alexander sýndi, að þetta kom í veg fyrir breytilega
gerlastarfsemi, sem er háð fóðri skepnunnar. Þessi jöfnun
minnkar verulega frávik í niðurstöðum frá einni viku til
annarrar, því að þar er breytileg gerlavirkni stærsti þáttur-
inn. Ef höfð eru til viðmiðunar nokkur heysýni með þekkt-
an meltanleika (viðmiðunarsýni) og alltaf þau sömu, koma
í ljós frávik niðurstaðna frá einni viku til annarrar. Ef nið-
urstöður viðmiðunarsýna eru hærri eða lægri en venjulega
eina vikuna má umreikna niðurstöður sýna þeirrar viku,
svo að þær verði sambærilegar við eðlilegar niðurstöður.
Við áttum í nokkrum erfiðleikum á R.N. í fyrstu, því að
niðurstöður viðmiðunarsýna voru mjög breytilegar frá einni
22