Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 47

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 47
Var síðan reiknuð fylgni kalskemmda við allar þessar töl- ur fyrir hvern einstakan mánuð frá september til maí, einn- ig fyrir árstíðirnar þrjár, haust (okt,—nóv.), vetur (des,— marz), vor (apríl—maí) og allan hvíldartíma plantnanna, (okt.—maí). Samband kalskemmda og veðurfars var einnig kannað með því að draga upp línurit yfir ákveðna veðurfarsþætti á ýmsum veðurathugunarstöðvum hin ýmsu ár. Var með þessu móti hægt að sjá hver væri heildarþróunin í veður- farinu í kalárum og árum án kalskemmda. Voru borin sam- an tvö ár í sama hreppi og einnig tveir hreppar sama ár. Náði þessi samanburður því til allra ára og allra hreppa, sem voru með í rannsókninni. Er nánar greint frá þessum samanburði í annarri ritgerð (Bjarni E. Guðleifsson 1971). Loks voru teknir fyrir nokkrir veðurfarsþættir, sem mæld- ir eru á veðurathugunarstöðvum og frá þeim afleiddir nýir þættir, sem líklegir máttu teljast til að vera nánar tengdir þeim áverkum, sem jurtirnar verða fyrir í kalskemmdum. Þessir afleiddu þættir voru: 1. Vatnsmagn í fyrstu afgerandi vetrarhláku. 2. Styrkleiki fyrstu vetrarhláku. 3. Legutími fyrstu svella. 4. Styrkleiki annarrar vetrarhláku. 5. Legutími síðari svella. 6. Vatnsmagn í vorleysingum. 7. Úrkoma eftir að jörð varð auð að vori. Vatnsmagn í fyrstu vetrarhláku er það vatn, sem getur hlaupið í svell í næstu frostum. Með vatnsmagninu er talin öll úrkoma á hlákuskeiðinu að viðbættri allri úrkomu á þann snjó, sem bráðnar í hlákunni, allt aftur að þeim tíma er snjódýpt varð minni en 5 cm. Er hér reiknað með að sú úrkoma, sem fellur í snjóinn safnist fyrir og leysist úr læð- ingi í hlákunni. Vegna þess að tún kelur oftast niðri í lægðum eru ein- ungis teknar til athugunar afgerandi hlákur, sem eyða snjó- þekjunni að einhverju leyti um tíma. Styrkleiki hlákunnar 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.