Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 95
ekki lengi að undrast. Við erum komnir að þessu, eða þetta
er komið til okkar. Þetta er varða og við þekkjum hana
strax. Nokkrum haustum áður en þetta var, höfðum við
gangnamenn í fyrstu göngum beðið þarna í þoku og þá
dundað við að hlaða vörðu á hól, rétt norðan við Ytrieyr-
arnar. Við erum því nákvæmlega á réttri leið og hressir það
okkur mikið. Sigfús fær sér bita og ég sýp á kaffinu. Síðan
höldum við áfram. Færð og veður er enn eins. Við sniglumst
áfram lengi, lengi. Ársgamall hvolpur Hringur, sem með
okkur er, hefur alltaf gengið við hlið okkar, gengur nú að-
eins framar. Allt í einu hverfur hann. Við nemum óðar
staðar og ég kalla á hvolpinn. Hann svarar strax og kemur
brátt til okkar. Hann hafði gengið fram af smá snjóhengju.
Þá vitum við hvar við erum. Þetta getur hvergi verið nema
í kambinum sunnan Hafralónsár, þar sem hún brýst fyrir
endann á Hvítahrauninu. Við beygjum af leið og reynum
að krækja fyrir hengjuna. Það tekst. Nú er ekki um að vill-
ast, við erum á réttri leið. Eg gerist nú mjög máttfarinn.
Alltaf styttist milli þess, sem ég verð að fá mér að drekka.
Sigfús segist ekki vera þyrstur, en ég veit að það getur ekki
verið rétt, hann er aðeins að treina kaffilöggina handa mér.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ekki tekið
annað í mál, en við skiptum kaffinu jafnt á milli okkar, en
nú hefur magabólgan bugað svo stolt mitt, að ég verð að
fá mér að drekka, hvað sem félaga mínum líður. Það dimm-
ir af nóttu. Við þykjumst verða þess varir, að við séum að
ganga upp brekku. Þá er allt í lagi. Við erum að fara upp
á Hávarðsdalsfjallið. Loksins heyrum við niðinn í Stóra-
fossi. Guði sé lof. Niður fossins lætur í eyrum okkar sem
fegursti kórsöngur. Við erum enn á réttri leið. Nú er aðeins
eftir að finna kofann. Þegar við beygjum fyrir endann á
Hávarðsdalshnjúknum göngum við skyndilega út úr hríð-
inni. Það er bjart af tungli og við sjáum svarta klettana í
Skessuhamrinum. Við tökum stefnu á kofann eftir þeim.
Við finnum kofann vafningalaust. Mikið erum við fegnir.
En hvað er klukkan? Hún er 9. í sextán tíma erum við bún-
ir að vera á göngu. Við kveikjum nú upp í eldavélinni og
99