Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 8

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 8
búgreinar orðin meira áberandi en áður og loks má nefna að í sumum búgreinum er þörfin fyrir markaðsráðgjöf orðin hluti af störfum ráðunauta. Þegar þessu til viðbótar eru svo ýmis lögbundin störf sem fyrir voru, þá er augljóst að það er ofviða einum manni, jafnvel tveimur, að komast yfir að sinna þess- um verkefnum og setja sig svo inn í mál að fullnægjandi sé. Af 15 búnaðarsamböndum eru aðeins fjögur sem hafa fleiri en tvo ráðunauta á sínum vegum samkvæmt Handbók bænda 1987. Auk héraðsráðunautastarfa gerir ríkið síðan kröfur til kandídata í sambandi við landsráðunauta, rannsóknarstörf og kennara búnaðarskólanna. Flest þessi störf kalla á kröfur um frekari menntun en BS 90 og því er ljóst að krafan um háskólamenntun á fyllilega rétt á sér. Spurningin er fyrst og fremst um formið. Loks eru það svo aðrir aðilar, svo sem véla- og fóðursalar, sem nýta sér menntun búfræðikandídata. Kröfur þessara aðila geta verið mjög mismunandi. Dæmi um þá sem krefjast sérhæfðrar þekkingar eru til dæmis fóðursalar en útgáfustarfsemi, stjórnsýsla og erindrekstur ýmisskonar gera kröfur um alhliða þekkingu. í ljósi þess sem fram hefur komið langar mig að draga upp mynd af hugsanlegu framtíðarskipulagi þess leiðbeininga- kerfis sem búfræðikandídatar starfa við. Ég vil taka það fram strax að ég legg ekki mat á hvort félagskerfi bænda þróast á þann veg að sérgreinafélög hafi með leiðbeiningaþjónustu að gera, eða hún verði áfram á hendi búnaðarsambandanna og Búnaðarfélags íslands. I fljótu bragði virðist þetta hvort tveggja geta farið saman. Markmið kerfisins væri meðal annars að afmarka og sérhæfa verksvið einstakra leiðbeinanda þannig að ráðgjöf skili sér betur til bænda jafnframt því að vinnustaðir og umdæmi verði það stór að hægt sé að línuskipta starfseminni. Leiðbeiningaþjónustan gæti þá frekar en nú einbeitt sér að ákveðnum markhópum og sérverkefnum. Loks sýnist mér að stefna beri að því að aðskilja betur störf sem eru unnin beint fyrir einstaka bændur og þau eftirlits- og stjórnsýslustörf sem ríkið gerir kröfur um að ráðunautar sinni. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.