Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 50
Við val á hrútum inn á stöðina hefur verið reynt að taka tillit til sem flestra þeirra þátta, sem hafa áhrif á afurðasemi fjárins svo sem vaxtarhraða og kjötgæða lamba, mjólkurlagni og frjósemi áa og ullargæða. Á fyrstu árum stöðvarinnar voru hrútar að vísu oft valdir fyrst og fremst eftir einstaklingsdómi þar sem litlar upplýsingar var hægt að fá um afkvæmi. Með tilkomu aukins skýrsluhalds á vegum sauðfjárræktarfélag- anna svo og stórauknum afkvæmarannsóknum hefur þetta hins vegar breyst mjög til batnaðar svo að nú eru hrútar nánast eingöngu valdir eftir góða niðurstöðu úr afkvæma- rannsókn og/eða góða reynslu hjá bændum með skýrsluhald. Nokkuð misjafnt er á hvaða eiginleika bændur leggja mesta áherslu þegar þeir eru að fá inn í fjárstofn sinn nýtt blóð með sæðingum. Af þessum ástæðum hefur verið reynt að hafa hrútastofninn nokkuð fjölbreyttan, þ.e. einhverja hrúta, sem skara framúr sem góðir ærfeður, aðra sérstaklega vegna kjöt- gæða og einhverja með mjög góða ull. Að sjálfsögðu er reynt að fá inn á stöðina einstaklinga, sem sameina alla þessa kosti. Þá hafa nokkrir forystuhrútar verið keyptir til notkunar og þannig verið stuðlað að því að viðhalda þessum eiginleika í hreinræktun. HRÚTAKAUP Fyrsta haustið sem stöðin var starfrækt 1964 voru keyptir 5 hrútar inn á hana, allir ættaðir úr Þistilfirði. Næst eru keyptir 4 hrútar úr Mývatnssveit haustið 1966 og voru þannig fyrstu árin eingöngu hyrndir hrútar á stöðinni og allir af þingeysk- um stofni. Engin starfsemi er á stöðinni 1968 og voru þá allir lifandi hrútar seldir hinum sæðingastöðvunum. Á árinu 1969 voru síðan keyptir hrútar úr Strandasýslu og Eyjafirði bæði hyrndir og kollóttir og hafa síðan bæði hyrndir og kollóttir hrútar verið á stöðinni, yfirleitt þó um helmingi fleiri hyrndir en kollóttir. Utbreiðsla smitsjúkdóma og þá sérstaklega riðuveiki hefur 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.