Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 51
takmarkað mjög allt hrútaval. Hér á starfssvæði stöðvarinnar hefur nú á síðustu árum fengist leyfi til kaupa á hrútum úr Norður-Þingeyjarsýslu austan Jökulsár og úr Vestur-Húna- vatnssýslu vestan Miðfjarðargirðinga. Auk þessa hefur ein- göngu fengist leyfi til kaupa á hrútum úr einstaka sveitum. Þessar takmarkanir hafa þannig minnkað að mun möguleik- ann á að velja allra bestu einstaklingana til notkunar og hafa þannig dregið úr kynbótaárangrinum. Hrútakaup hafa því orðið að fara fram að verulegu leyti í öðrum landshlutum og má þar meðal annars nefna Strandasýslu, Snæfellsnes og Austur-Skaftafellssýslu. Auk þess hafa verið veruleg hrúta- skipti milli sæðingastöðvanna í flestum árum. Þá hafa sæð- ingastöðvarnar nú í nokkur ár staðið sameiginlega að kaupum á hrútum frá Fjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði. HÚSNÆÐI Fyrstu tuttugu ár starfseminnar var aðalhús stöðvarinnar bragginn góði á Rangárvöllum, en eins og hann var innrétt- aður í upphafi var þar aðstaða fyrir 6 hrúta. Fljótlega var farið að laga þá aðstöðu nokkuð jafnt og þétt og við gagngerar breytingar, sem gerðar voru 1976 var aðstaða að mörgu leyti orðin ágæt en nokkuð þröng. Þó var hægt að vera með allt að 16 hrúta. Þá var komið upp aðstöðu í öðrum bragga á Rang- árvöllum til þess að hafa nýja hrúta í einangrun. Var það húsnæði meðal annars notað þegar allar sæðingastöðvarnar keyptu sameiginlega 15 lambhrúta í Þistilfirði haustið 1978 en þeir voru síðan hafðir í einangrun í eitt ár meðan þeir voru í afkvæmarannsókn. Þessar byggingar, sem starfsemin hafði verið í frá upphafi, höfðu ekki stöðuleyfi og urðu að víkja fyrir skipulagi. Var því á árinu 1985 tekið á leigu húsnæði á Möðruvöllum í Hörgár- dal í svokölluðu Eggertsfjósi um 125 m2 að stærð. Var þar innréttað fjárhús fyrir 25-30 hrúta svo og ágæt aðstaða til sæðistöku og blöndunar á sæði. Miðað við svipaða starfsemi ætti þessi aðstaða að vera nægjanleg næstu árin. 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.