Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Side 85

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Side 85
áður, en beinar leiðbeiningar eru viðaminni. Enn eru það hey- og jarðvegsefnagreiningar sem eru kjölfestan, en láta mun nærri að efnagreiningar á loðdýra- og fiskafóðri taki brátt sama tíma þegar á heildina er litið. Þessi þróun er í samræmi við þær breytingar sem eru að verða í búskap á Norðurlandi. Tekjustofnar félagsins hafa einkum verið þrír, þ.e. frá ríkissjóði í launahluta ráðunauta, framlag frá búnaðarsam- böndum og loks greiðsla fyrir veitta þjónustu. Fyrir nokkrum árum voru þessir tekjuliðir svipaðir, en nú er framlag ríkisins aðeins 15% og þjónustutekjur um 60%. Ég tel eðlilegt að rannsóknastofan þróist yfir í sjálfstæða stofnun sem veiti al- hliða þjónustu og standi að mestu leyti undir sér sjálf. Til þess að svo megi verða þarf hún að veita víðtækari efnagreininga- þjónustu og ráða mann með alhliða efnafræðiþekkingu og síðan smám saman að bæta tækjakostinn. Ástæðan til þess að framlag ríkisins hefur hlutfallslega minnkað er að ekki hefur verið fullmannað í ráðunautastöð- urnar tvær sem félagið hefur. Þessi mál hafa verið í athugun á árinu og er reyndar lausn í sjónmáli, enda samþykkti síðasti aðalfundur ályktun þess efnis að stöðurnar yrðu nýttar. Eg horfi líka fram til þess að hægt verði í framtíðinni að draga úr beinum fjárframlögum búnaðarsambandanna til Ræktunar- félagsins en þau eiga mörg hver í nokkrum rekstrarerfiðleik- um. Að lokum er rétt að geta þess að Búnaðarsamband Eyja- fjarðar hefur ráðið til sín mann sem mun sinna þar bók- haldsstörfum. Er gert ráð fyrir að þessi sami maður muni taka að sér megnið af því fjárhagssýsli sem framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins hefur þurft að sinna. Má t.d. nefna alla innheimtu sem hefur orðið æ tímafrekari með vaxandi þjón- ustustarfsemi. Vænti ég þess að ég geti þá farið að sinna betur málefnum sem ég tel mig hæfari að kljást við og eru land- búnaðinum vonandi gagnlegri. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.