Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 121

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 121
GAMLI BÓKASKÁPURINN 121 lesin gaumgæfilega. Hlýtur það að teljast merkilegt, að slíkt rit skyldi vekja áhuga bænda og búaliðs vestur í Ameríku. Sáu þeir ef til vill sjálfa sig í hlutskipti hins „víðförla manns, sem hraktist víða“. Var sagan á einhvern hátt þeirra eigin saga? Hér er ævintýramaður, sem leggur allt í sölurnar, ratar í ótal raunir, kemst oft í hann krappan, en kemst svo að lokum heim að arineldi fjölskyldunnar, smeygir á sig inni- skónum og segir ferðasöguna. Hann hafði tafizt oft og víða. En hann hafði hleypt heimdraganum og kom heim vitrari en ella. Odysseifur er hetja, en af annarri gerð en víkingarnir. Hvers vegna lenti hann í öllum þessum mannraunum? Var hann góður maður og vitur eða aðeins heppinn? Eða er það eitt og hið sama? Eyjarnar tvær Skylla og Karybdis höfðu vakið sérstaka eftirtekt lesendanna. Þær tákna andstæður, sem finnast í hvers manns huga: skyldurnar við lífið og munaðarhneigðina. Það er löngum varasamt að sigla milli skers og báru, en Ódysseifur slapp heill úr þeirri raun. Ef til vill er sagan um Ódysseif einhver fyrsta tilraun, sem gerð hefur verið til að gera grein fyrir mannlegu eðli, frá sálfræðilegu sjónarmiði, og hún virðist hafa fund- ið hljómgrunn í hugum íslenzku landnemanna. Einnig sjást merki þess, að þeir höfðu lesið önnur skáldverk, sem eiga ef til vill uppruna sinn að rekja til Hómerskvæðanna, svo sem Paradísarmissi Miltons. Hefur hann þó aldrei þótt neinn eldhúsróman. ----o----- Það sem hér er skráð um íslenzku byggðina í Upham, Norður-Dakota, er ekki ein- stætt á nokkurn hátt. Hér er aðeins um að ræða sýnishorn í smáum stíl af menning- arviðleitni Vestur-íslendinga á landnámsárunum og lengi síðan. Bókasöfn af þessu tagi munu hafa verið mynduð í flestum sveitum, þar sem íslendingar tóku sér bólfestu. Bókakostur var svipaður allstaðar og bókalestur mjög almennur. En þessi hyggð var einna fámennust og fátækust allra lengi framan af. Hún var skipuð mönnum, sem litlar sögur fóru af. Það er einnig eftirtektarvert, að þetta fólk kom úr flestum sveit- um Islands. Má því segja, að það sé eins konar fulltrúar íslenzkrar alþýðumenningar, eins og hún var inn land allt á síðari hluta aldarinnar sem leið. Fjarstæða væri að halda því fram, að þetta fólk hafi verið betur gefið andlega en almennt gerist. Þó voru á meðal þeirra gáfu- og dugnaðarmenn, sem hefðu orðið sómi sveitar sinnar, hvar sem var. Ef til vill var Stefán Einarsson, bróðursonur og fóstri Jósefs á Hjalla- landi í Vatnsdal, þeirra fremstur að andlegu atgervi. Hann virtist á flestan hátt vel til foringja fallinn og naut mikils álits í sveitinni. Hann var stálminnugur og flug- mælskur. Eitt sinn vildi svo til, að ókunnugur ferðamaður rakst inn á skemmtisam- komu, sem byggðarmenn héldu í samkomuhúsi sveitarinnar. Sagði hann frá því síðar, að þegar hann kom inn í salinn, stóð þar á ræðupalli maður einn mikilfenglegur í sjón og hélt blaðalaust snjalla ræðu um goðafræði Grikkja og Rómverja og bar hana svo saman við goðafræði Norðurlanda. Manninum varð að orði, er út var komið: „Eru þeir margir svona snjallir bændurnir hérna?“ Sá sem spurður var svaraði: „Nei, hann er nú einna skástur þessi.“ Annar einkennilegur fræðasjór á meðal bænda þess- ara var Sigurður Jónsson frá Syðstu-Mörk, náfrændi Jóns Helgasonar biskups. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.