Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 7
BÆKUR í VÍÐIDALSTUNGU OG Á ÞINGEYRUM 7 jarðabókina og reyndist miklu seinlegra verk en nokkurn hafði grunað. Kr. Kálund hefur í formálanum við Embedsskrivelser gert grein fyrir þessum störfum þeirra. Þeim hefur snemma orðið ljóst að hentugast var að þeir skipti héruðum milli sín og ynni hvor í sínu lagi. Þeir hafa ekki hitzt að jafnaði nema á sumrum að þeir riðu til alþingis; þar sést að þeir hafa báðir verið sumurin 1704—8. Annars sat Páll heima hjá sér nema hann væri í jarðabókarferðum, en Árni hafði fasta bækistöð í Skálholti. Það verður ekki séð að Arni hafi stigið fæti í Norðlendingafjórðung eftir 1702, og öruggt virðist að hann hefur aldrei sótt Pál heim í Víðidalstungu. Árni hvarf aftur til Danmerkur haustið 1712 og kom ekki til íslands eftir það. En fundum þeirra Páls bar saman að nýju áður en langt um leið, því að 1715 sigldi Páll sökum málaferla sinna og var í Kaupmannahöfn fram á næsta sumar. Ferðin varð honum dýr, „allur sá siglingarkostnaður er sagt að kostað hafi Pál lögmann 700 ríxdali að öllu samantöldu“ segir Grunnavíkur-Jón (Vísnakver bls. LVIII). Hann hefur verið mjög fjárþurfi þegar hann var að búast heim 1716, og Árni hefur þá hlaupið undir bagga og léð honum 470 rd. Skuldin stóð síðan ógreidd ár eftir ár og fór síhækkandi af því að vextir bættust jafnan við (sbr. PrivBrevv. 663). Á sumri 1727, sama ár sem Páll Vídalín varð sextugur, reið hann að vanda til alþingis, vanheill maður. Hann dó á Þingvöllum í tjaldi sínu 18da dag júlímánaðar. Hjónin í Víðidalstungu, Páll og Þorbjörg, höíðu eignazt fjögur börn sem náðu fullorðinsaldri. Tvö þeirra, Magnús og Hólmfríður, liíðu föður sinn, en tveir synir sem báðir hétu Jón, voru dánir á undan honum. Jón yngri lézt í Kaupmannahöfn 1725. Jón eldri var heyrari á Hólum 1724—26, gerðist síðan sýslumaður og gekk að eiga Helgu dóttur Steins biskups Jónssonar á Hólum, en varð úti á Hjaltadals- heiði 1726; eftir lát hans ól Helga son, sem eins og vænta mátti var látinn heita eftir föður sínum (hann varð síðar prestur í Laufási, faðir Geirs biskups Vídalíns). Þegar Páll Vídalín dó átti hann ekki önnur afkvæmi á lífi en Magnús og Hólmfríði og þenna sonarson sinn, tæplega ársgamlan. Hólmfríður giftist Bjarna Halldórssyni tveimur mánuðum eftir að faðir hennar lézt. Árna Magnússyni hefur, ekki sízt sökum skuldarinnar, orðið bilt við er hann spurði Pál Vídalín látinn. Hann hefur þá skrifað þeim sem hlut áttu að máli, Bjarna Halldórssyni, Magnúsi Pálssyni (Vídalín) og Steini biskupi (sjá PrivBrevv. 178-83, 657-8, BiblArn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.