Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 11
BÆKUR í VÍÐIDALSTUNGU OG Á ÞINGEYRUM 11 hann heföi ekki haft annað við að styðjast en það sem hann mundi úr samtölum. Það er einnig Ijóst að þó að Arni kunni að hafa vitað af skrá Jóns Ólafssonar, sem brátt verður skýrt nánara frá, getur hún ekki verið heimild hans. Þegar þess er gætt að allt bendir til að Arni hafi aldrei til Víðidalstungu komið, er aðeins um einn kost að ræða. Páll reið á hverju sumri til alþingis með þvílíku íoruneyti sem lögmanni sómdi, hafði með sér sveina og marga hesta. Þegar svo var komið að engar líkur voru til að Arni mundi láta sjá sig fyrir norðan áður hann færi af landi burt, hefur Páll látið hengja á klakka fáeina kistla með sumum helztu bókum sínum til að sýna honum. Ef tilgátan er rétt, skilst betur að Árni falast ekki eftir sumum stórum sögubók- um sem skrifaðar höfðu verið í Vigur og líklegt væri að honum hefði verið hugleikið að eignast ef hann hefði þekkt þær, en þær hafa þótt of fyrirferðarmiklar til að taka í ferðalag. Athugasemdir við skrána A A 1. Sama bók og B 95, ekki nefnd í C. Sr. Jón Halldórsson segir að Gísli biskup Jónsson hafi íslenzkað Spámannabækurnar velílestar eða allar úr þýzku máli; „og sú útlegging eða nokkuð af henni hefur til skammrar stundar til verið hjá hans niðjum“ (Biskupa sögur J. Halld. I 128). Líklega er hér átt við skinnbók skrifaða 1574—5, sem nú er eign enska biblíufélagsins (The British and Foreign Bible Society) í Lundúnum, sjá P.E.Ó. Menn og menntir II 565 (ljósmynd bókarinn- ar er í Árnastofnun í Kaupmannahöfn). Páll Vídalín getur í Skýr. 298 um einn stað í spádómsbók Jeremíasar, hvernig honum hafi verið snúið á íslenzku og nefnir þá fyrstan Gísla biskup; þessi ritningarstað- ur er samhljóða í Lundúnahandritinu. Um efasemdir, hvort þýðingin í Lundúnahandritinu muni réttilega eignuð Gísla biskupi, sjá Bibl- Arn XXXIII 249 o. áfr. A 2-3. Grallarar Marteins biskups (skrifaðir) kynnu að vera sama bók og C 37; annars virðist þeirra hvergi getið. A 4. Sama bók og B 87. Bókin er nú í Þjóðskjalasafni, sjá Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, 1919-1942, bls. 418 o. áfr. Þar er talið að Páll Vídalín muni hafa eignazt bókina hjá sr. Gísla Einarssyni í Múla en í A 4 er nefndur til þess Sigurður bróðir Gísla (ÍÆ IV 216). í útgáfu bréfabókarinnar er haldið að Bjarni Halldórs- son hafi átt hana og síðan Halldór sonur hans, en hennar er ekki getið í G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.