Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 8
8
JÓN HELGASON
XXXI 135—7, 143—4), en erfitt hefur verið og seinlegt að fást við
íjárheimtur hjá skuldseigum mönnum í íjarlægu landi. Pað hefur
verið Arna happ að um jjessar mundir varð Orrnur frændi hans
Daðason sýslumaður í Dalasýslu, og honum gat Árni falið á hendur
að reka erindi sín. Hér er ekki staður til að tefja lengur við
skuldarmálið, nema þess verður að geta að Árna hefur komið til
hugar að falast eftir handritum og prentuðum bókum úr eigu Páls, ef
vera mætti að erfingjarnir vildu grynna þannig á skuldinni.
Árni víkur að þessu í bréfi 28da maí 1728 til Orms Daðasonar.
Sjálft bréfið er ekki til, en eftirrit sem Árni hefur haldið er í Accessoria
1 í ÁM-safni (ekki kunnugt hver skrifað hefur). Það er áður prentað
(úrfellingalaust) í PrivBrevv. 95-7.
Árni telur fyrst í bréfinu handrit og bækur sem hann eigi sjálfur og
hafi verið í láni hjá Páli, og biður um að þeim verði nú skilað. Hann
getur þess einnig að rit eða drög til rita eftir Pál sjálfan vilji hann
kaupa, „ef nockud vera kann, sem þeir (þ. e. erfingjarnir) missa
vilja“. Augljóst er að mikil óreiða hefur verið í Víðidalstungu að Páli
látnum. Bjarni Halldórsson hefur skrifað Árna tvö bréf, annað 6ta
okt. 1728, hitt 17da okt. 1729 (PrivBrevv. 180-83) og minnist þar á
lánsbækurnar, „þær voru deildar millumm erfingia og skulldar-
manna hier i skiftunumm, þvi menn vissu ei ad þær være ydar, sumar
eru hia mier enn sumar hia Johann Gottrup sem er fiandmadur minn
og flestra annara, og fæ eg þær ecke deilulaust“. Þess var nú skammt
að bíða að Árni kveddi þenna heim, og hafði hann þá enga bók fengið
úr láninu, en ein kom til skila eftir það (sjá bls. 15), þó að svo
slysalega vilji til að hún hefur síðan glatazt, eins og líklega allar hinar.
Annar hluti bréfsins 1728 er hér á eftir tekinn upp í heilu líki, að
heita má (hann er allur prentaður í PrivBrevv. 95-7). Heimildin er
Accessoria 1 í Árnasafni; skrifarinn er ekki Árni sjálfur og heldur ekki
Grunnavíkur-Jón.
Skráin A
Þessar eru þær sierlegustu bækur, sem eg kaupa villde ur sterfbue Sál. Iðgmannssenz
Pals Widalin ef falar være.
1° Prophetæ i Islendsku á kalfskinn komner frá Wigur, eru i storu qvarto.
2°. 3°. Tvó slitur ur gomlumm grðllurumm Hr. Marteins, skrifud á pappir (ad eg
higg)-
4°. Brefa, edur giornyngabok Hr. Gudbrandz i qvarto skrifud, og innsaumud, ef
mig rett minner. Saluge logmadurenn eignadest hana hiá Sigurde Einarssyne
(Biskups).