Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 40
40 JÓN HELGASON Bjarni Halldórsson lét eftir sig þrjú börn á lífi: Halldór klaustur- haldara á Reynistað, Þorbjörgu gifta Jóni varalögmanni Ólafssyni í Víðidalstungu og Ástríði konu Halldórs sýslumanns Jakobssonar. Eftir að Bjarni var látinn var mikið ósætti með erfmgjunum, „Þingeyra arfaþrætumál“ sem kallað er Smæ. I 414. Þess sér stað í Lögþingisbókinni 1774, prentaðri í Hrappsey sama ár, bls. 34 og 35: Jón Ólafsson varalögmaður bannar 5ta júlí 1774 að Halldór Bjarna- son eða börn hans brúki héreftir Vídalíns nafn, „enn lýser, ad konu sinne Þorbiorgu Vídalín samt logeigendum Vídedalstúngu tilkome ad bera þetta nafn“. Þessu mótmælir Halldór 22an júlí og segir að hann muni láta Vídalíns nafn „fylgia ser og sínum baurnum, sem loglega fenged býnafn“. Bréf sem varðar arfaþrætumálið er til í Þjóðskjalasafni („Dánarbú Bjarna Halldórssonar“, Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu III, 1910, bls. 192). Bréfið er undirritað Leirá lOda okt. 1777 afBirni Markússyni lögmanni og Oddi Stefánssyni nótaríusi, sem settir hafa verið til að fjalla um deilumálið. í bréfið er tekin upp kæra frá Halldóri, dagsett 23ðja sept. 1777. Hann segir þar að arfinum hafi verið þannig skipt að hann telji sig „stórlega graveret og forurettet“ af samörfum sínum og fer fram á að Jón varalögmaður verði skyldaður til að „frammleggia ... til nyrrar vyrdingar og nyrra arfa-Skiffta allar þær Skrifadar og prentadar bækur, sem hann bæde leinelega og opinberlega hefur tekid edur taka láted í hier greindu Sterbúe, So sem hann hefur þær med sinne eigen álagdre Vyrdingu til sin teked, med hvoria hans Vyrding eg er aldeiles ofornægdur“. Bréfið endar á því að Björn Markússon og Oddur Stefánsson stefna Jóni Ólafssyni og Halldóri Jakobssyni ásamt konum þeirra til fundar í lögréttu við Öxará 20asta júlí 1778 til að svara ákærum Halldórs. Ekkert mun kunnugt um þessa ráðstefnu, hvort af henni hefur orðið, og ef svo var, hvort matið á bókunum hefur verið endurskoðað. Nokkurar bækur skrifaðar í Vigur eða þar í nánd hafa borizt til Lundúna og eru þar varðveittar í British Library, sem nú er kallað (áður British Museum). Jón Þorkelsson hefur gert grein fyrir þeim í ANL VIII, bls. 201 o. áfr. Add. 4857 (misprentað 4858 í grein JÞork.). Innihald: 14 sögur. JÓl. hefur ekki munað eftir þessari bók, en í skrá C er hún nr. 14. Add. 4859. Innihald: 24 sögur. Sama bók og B 9, C 21. Add. 4865. Innihald: Sturlunga saga og Árna biskups saga (sbr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.