Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 48

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 48
48 FINNBOGI GUÐMUNDSSON „Fátæk giftust þau, Bjarni og Guðríður, en urðu þó á seinni árum sinnar samveru rík af kviku og dauðu samt jarðagóssi. Hann var erfiðismaður, drifinn og greindur í allri búsýslan, svo og vel hagur á alla búsmíði og jafnvel meira, hirtinn og hreinlátur í meira lagi. A vöxt var hann vel meðalmaður, dökkur á hárslit, ólesandi, en skrifaði þó læsilega nafn sitt, þá með þurfti, undir ýmsa gjörninga, sem honum til kom, því hann var á þeim tímum ásamt öðrum hreppstjóri á Rangárvöllum. Og hvað hér er sagt um Bjarna, þá var kona hans, Guðríður, honum samfara í sínu standi. Að Víkingslæk fluttu þau sig frá Rauðnefsstöðum, hvar þau munu búið hafa hér um 25 ár og deyðu þar bæði á áttunda tug síns aldurs.“ Þorsteinn telur upp jarðeignir þeirra og segir, hvað kom í lilut hvers einstaks barns, nefnir síðan börnin öll, en rekur úr því ættir þeirra Bjarna og Guðríðar langt aftur í aldir, áður en hann tekur að gera nánari grein fyrir foreldrum sínum. „Halldór Bjarnason er fæddur,“ segir Þorsteinn, „í þennan heim á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum um síðsumarsleytið A° 1712 og skírður af séra Gottskálki Þórðarsyni, er þá var þingaprestur á Keldum. Hann ólst upp hjá sínum foreldrum, þar til hann hafði numið sinn kristindóm, sem á þeim árum mun ei stórt annað verið hafa en Litli katechismus Lutheri, áður okkar barnafræði. Hann var svo til altaris tekinn af sama presti, sra Gottskálki, og þar eftir komu þær svokölluðu Biskups spurningar, og meina ég hann lærði úr þeim eitthvað af Stóra stílnum, jafnvel eftir það hann var til altaris tekinn. Faðir lians mun hal'a flutt sig að Rauðnefsstöðum það sama vor, sem Halldór fæddist um sumarið, því Bjarni faðir lians bjó þar 19 ár, og nítján vetra fór Halldór þaðan með hönum að Víkingslæk. Þar var hann hjá foreldrum sínum til þess hann giftist sinni konu, Valgerði Þorsteinsdóttur, og hefur hann þá haft fjóra um tvítugt." Þorsteinn víkur þessu næst að móður sinni og segir: „Um ætt Valgerðar konu Halldórs er ég að öllu leyti ófróður. Þó ég þar um nokkuð segi, þá er það á aungum grundvelli, utan ég veit einasta hennar foreldra nöfn.“ Þau hétu Þorsteinn Valdason og Guðríður Hafliðadóttir. „Guðríður kona Þorsteins var ættuð,“ segir hann, „austan úr Meðallandi. Hennar móðurnafn veit ég ei og ei heldur, hvers son Hafliði faðir hennar var, ei neitt um hennar ætt meir utan hún var náskyld Magnúsi Guðmundssyni, sem bjó í Staðarholti í Meðallandi, föður sra Sæmundar Magnússonar, sem nú er prestur á Helgafelli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.