Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 8

Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 8
yrðum fyrir innflutningi er fullnægt. Hverja vöru- sendingu, það er allar þær vörur, sem koma til landsins skráðar á sama farmskírteini, skal toll- afgreiða í einu lagi og getur eigandi því ekki tekið til sín hluta sendingar, þótt liann hafi aðeins þörf fyrir lítinn hluta hennar að sinni. Þetta hefir það í för með sér, að vörur liggja oft óþarflega lengi í geymslum skipafélaganna eða flugfélaganna. Oft á tíðum er það ákveðið lágmark, sem hægt er að fá keypt, en það geta jafnvel verið birgðir til langs tíma. Ef um tollvörugeymslu væri að ræða væri hægt að flytja vörur inn í hana og taka síðan eftir hendinni. Eg skal nefna dæmi, sem ég þekki sjálfur frá mínum eigin viðskiptum. Filmur eru pantaðar, afgreiðsla er óviss, þær koma jafnvel í september í stað þess að koma í maí eða júní, þegar mest voru not fyrir þær. Birgðir hafa minnkað svo, að það vantar e. t. v. eina tegund, 35 mm filmur, yfir vetrarmánuðina og ])á sérstaklega fyrir jólin, en notkun á filmum á vet- urna er mjög lítil. Nú er um að ræða vörusend- ingu, sem greiða þarf af aðflutningsgjöld að upp- hæð kr. 200.000, og er því mjög bagalegt að þurfa að leggja út svo mikið fé til þess að taka út lítinn hluta, eða sem svaraði 10% af sendingunni. Ef til væri tollvörugeymsla, myndi ég leysa filmurnar út í banka og flytja þær þangað, flytja síðan eftir hendinni jafnvel til mánaðarnotkunar og þar með ekki festa ineira fé en það, sem ég þarf hverju sinni. Oft getur verið hentugt að kaupa í stærri stíl en nú er venja, þá fæst oft meiri afsláttur. En til þess að svo geti orðið er tollvörugeymsla nauð- synleg. Það liafa komið fram skoðanir um, að ríkið mundi ekki fá tolla sína grcidda eins fljótt, cf um tollvörugeymslu væri að ræða, en það munu allir sjá, sem hugsa málið, að hér væri aðeins um stundar- fyrirbrigði að ræða. Þannig myndu tolltekjur e. t. v. verða lægri fyrstu mánuði eftir að tollvörugeymsla væri stofnuð, en síðan myndi að sjálfsögðu allt fær- ast í eðlilegt liorf aftur. Það má segja, að eins og ástandið er í dag, hvet- ur það innflytjendur til að leysa vörur úr tolli eins fljótt og auðið er eða jafnharðan og þær koma til landsins, en eins og getið er um áður, er fjár- festingin orðin svo mikil í þessum vörum og slík rekstrarfjárvandræði ríkjandi, að mörg fyrirtæki geta ekki gert þetta eins fljótt og skyldi. í sumum löndum er það krafa tollyfirvaldanna eða skipafélaganna, að allar vörur verður að leysa út innan hálfs mánaðar frá því að þær koma til landsins. Sem betur fer hefir slíks ekki verið kraf- izt hér, enda mundi mörgum reynast það erfitt, hins vegar er það augljóst, að það kostar mikið að láta vöruna liggja í vikur, mánuði eða jafnvel allt að því ár hjá skipafélaginu. Það er fyrst og fremst vaxtatap að hafa greitt vöruna, ef aftur á móti hefði verið hægt að taka út hluta af henni í einu, væri hún ef til vill öll seld á tímabilinu. 1 öðru lagi eru geymslur skipafélaganna ekki það góðar, að innflytjendur geti verið öruggir um að vörur þeirra skemmist ekki og er þá sérstaklega að geta þess, að vegna hinna öru flutninga þarf meira og minna að færa til vörur í pakkhúsunum, en t. d. brothættar vörur eru oft ekki nægjanlega merktar. í þriðja lagi eru ýmsar vörur geymdar úti, sem ekki þarf ao saka í góðri tíð, en um leið og veður fara að spillast verða þessar vörur oft fyrir skemmd- um. Eitt mikilvægt .atriði enn getur orðið liður í notkun tollvörugeymslu hér. Það er „consignations-Iager“, en eins og ástatt er í dag eru þeir almennt ekki leyfðir. Þær reglur eru í gildi, að allar vörur sem fluttar eru til landsins, skuli greiddar fyrirfram, en að sjálfsögðu þarf að breyta þessu að einhverju leyti um leið og tollvörugeymsla yrði sett upp. Mörg fyrirtæki erlendis, hafa boðið umboðsmönn- um sínum hér að senda vörur hingað, ef þeir fengju heimild til að hafa þær hér í „consignation“. Þetta tíðkaðist nokkuð áður, sérstaklega þó með varahluti til véla, og væri ekki óheppilegt að eiga hér liggj- andi ýmsar rekstrarvörur, varahluti í vélar báta- flotans eða í bifreiðir og geta tekið þær út eftir þörfum og greitt þær þá fyrst ásamt aðflutnings- gjöldum. Starfræksla tollvörugeymslu Ég vil nú lítillega Iýsa því, hvernig ég álít heppi- legast að tollvörugeymslu yrði komið hér upp og hún starfrækt. Ég álít heppilegast, að um hana yrði stofnað hlutafélag, af innflytjendum og iðn- rekendum, skipafélögum, flugfélögum og öðrum, sem áhuga hefðu á málinu. í þessari tollvöru- geymslu yrði komið fyrir geymslum, eða básum, er hlutaðeigandi aðilar fengju leigða jafnframt al- menningi, cf á þyrfti að halda. Þessi tollvöru- geymsla tæki einnig á móti vörum til geymslu frá öðrum en hluthöfum, ef óskað yrði eftir. 1 tollvörugeymslu þurfa að vera forðageymslur, 8 FR.TÁLS VHRZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.