Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 20
Áratug síöar, eða 19.57, frestaði stjórnin greiðslu
á stórum bluta ríkisskuldabréfa um- tvo áratugi,
og átti eng? vexti að greiða á því tímabili. Þetta
er gott dæmi um þá fórn, sem rússneska þjóðin
hefur orðið að færa vegna stefnu stjórnarinnar í
efnahags- og fjármálum. Jafnvel í einræðisþjóðfélagi
er ómögulegt að sópa öllum fjármálavandræðum
undir ríkisábreiðuna og láta svo sem þau séu ekki
þar. Ekki bætir það heldur úr veilunum í gengis-
málunum, þó að svartamarkaðsbraskararnir séu
liandsamaðir.
Kaupmóttur launa
Til þess að fá nokkra hugmynd um framfærslu-
kostnað í Sovétríkjunum er rétt að athuga verð á
nokkrum vörutegundum. i búðargluggum er karl-
mannsföt, sem kosta frá 1.200 til 2.000 rúblur.
Sæmilega góð karlmannsföt, á 2.000 rúblur, kosta
því venjulcgan verkamann allt að þriggja mánaða
kaup, og er þá lítið eftir til annarra kaupa. Verka-
maðurinn er eitthvað betur til fara nú en hann var
fyrir fáum árum, en hann er ennþá fátæklega
klæddur á okkar mælikvarða. Skvrta kostar hann
frá 70 upp í 300 rúblur, þ. e. tveggja til tiu daga
kaup, og góðir skór sjö til átta daga kaup. Nælon-
sokkar á konuna hans kosta hann eins dags kaup
og kvenskór úr leðri vikulaun. Til kaupa á reið-
lijóli eða borðútvarpi þarf hann meiri hlutann af
mánaðarlaunum sínum. Húsaleigu og fleira, eins
og t. d. læknishjálp, grciðir ríkisstjórnin hins vegar
niður, svo að bein útgjöld verkamannsins á því
sviði eru ekki ýkja mikil.
Ilúsnæðisvandræði eru mjög mikil, þótt stjórnin
hafi bætt þar töluvert úr. í borgunum búa flestir
í samfélagsbyggingum, þar sem fjórir eða fleiri eru
um hvert herbergi. Baðherbergi og eldhús hafa
menn sameiginlega. Oll íbúðarhús eru eign ríkis-
ins að undanteknum smáhúsum í úthverfunum.
Jafnvel nýjustu íbúðirnar eru langt fyrir neðan
almennar kröfur manna í Bandaríkjunum, og frá-
gangu’r á smíði þeirra er oft lélegur, veggir sprungn-
ir, þök lek og fleiri smíðagallar. Ýmis heimilistæki
eins og ísskápar eru munaður. Árið 1956 voru
framleiddir aðcins 214.000 ísskápar í landinu, en
sama ár voru framleiddir hér um bil 3.700.000 ís-
skápar í Bandaríkjunum, en þá áttu 96 af hundraði
af öllum fjolskyldum í landinu ísskápa fyrir, eða
alls 45.000.000. Útgjöld rússneskra verkamanna eru
yfirlcitt mikil og lífskjör þeirra eru langtum lélegri
en lífskjör starfsbræðra þeirra í Bandaríkjunum.
Samanburður við fótækustu löndin
Enda þótt lífskjör manna í Sovétríkjunum séu
mjög léleg niiðað við kjör manna í Bandaríkjunum,
er ekki ólíklegt, að íbúar hinna vanþróuðu landa
leggi annan mælikvarða á þau en við. Margir full-
trúar þessara landa sækja nú Rússland heim, og
ekkcrt er sennilegra en að þeim þyki mikið til
um það sem þeir sjá þar. Árið 1958 komu um það
bil 4.000 manns frá ýmsum þessara landa til Sovét-
ríkjanna og leppríkja þeirra til iðnþjálfunar, og
svipaður fjöldi sovézkra tæknifræðinga var sendur
til þeirra. Yafalaust telja þessir menn lífskjör í
Sovétríkjunum góð, miðað við ástandið í löndum
þeirra. Og það er ckki ósennilegt, að þeim finnist
vandamál, sem þeir eiga við að stríða heima fyrir
í sambandi við menntunarskort manna, vannær-
ingu og illan aðbúnað, skyldari vandamálum Rússa
en okkar Bandaríkjamanna. Það er jafnvel hugs-
anlegt, að þeir komist. að þeirri niðurstöðu, að
Sovétríkin séu betra dæmi um það, sem þeir geti
áorkað í efnahagsmálum hjá sér, og því getur far-
ið svo, að þeir taki sér þjóðskipulag kommúnista
til fyrirmyndar, þótt svo það svipti menn efnalegu,
pólitísku og trúarlegu frelsi. í löndum, þar sem
allur fjöldi rnanna er ólæs og óskrifandi og fátækt
mikil, cr sjálfsagt ekki ástæða til að ætla að menn
skilji eða kunni að rneta þingræðisstjórn og al-
mennt frelsi; þar er þetta ef til vill ekki talið eins
áríðandi og vandamál í sambandi við ófullnægjandi
fæðu, hiisnæði og heilbrigði og almenna fátækt.
Þcssir menn komast ef til vill líka að þeirri niður-
stöðu, að það séu eingöngu ríkisstjórnirnar í þcss-
um löndum, sem hafi aðstöðu til að ráðstafa þeinr
takmarkaða höfuðstól, sem fyrir hendi er, og verja
honum til þeirra atvinnugreina, þar sem hans er
mest þörfin.
Það væri hörmulegt, ef þessar þjóðir kæmu ekki
auga á að minnsta kosti hinar stærri veilur í þess-
um niðurstöðum. Þegar sósíalistabyltingin varð í
Rússlandi árið 1917, var ekki við sams konar fólks-
fjöldavandamál að stríða og t. d. á Indlandi, þar
sem mannfjöldinn er svo mikill, að ört gengur á
takmarkaðar náttúruauðlindir landsins. 1 Indlandi
fjölgar fólkinu svo hratt, að hætt er við að fram-
leiðsluaukning, sein kann að verða, komi tæpast
fram, nema rétt til þess að halda lífi í hinum nýju
einstaklingum, og því verður það miklum erfiðleik-
um háð að bæta lífskjör manna þar. Rússland var
aftur á móti orðið þó nokkuð iðnaðarland fyrir
árið 1917.
Allir vinna að framleiðslunni
Oft eru bæði karl og kona fyrirvinna sömu fjöl-
skyldu. Talið er, að 45 af hundraði vinnandi fólks
sé konur, og þær inna al’ hcndi hér um bil þriðjung
starfa í byggingariðnaðinum og samgöngumálum
og allt að helming starfa á ríkisbúunum. Þær vinna
í stálverksmiðjum, leggja múrsteina og vinna erf-
iðustu vegavinnu. — Nú skyldi maður ætla, að úr
20
FRJÁLS VERZLUN