Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Síða 44

Frjáls verslun - 01.12.1959, Síða 44
IBM-G32, rafeindareiknivél, með „perluminni" og tíu-stafa teljurum, og sjálfvirkri útskrift á öllum reiknuðum upphæðum þar til gerða reiti, sem prentaðir eru á spjaldið. Síðan er spjaldinu rennt gegnum vél, sem jneð rafeindaútbúnaði „les“ úr strikunum og gatar sjjjald samkvæmt J)ví (grafítstrikin leiða rafmagn en það gerir pappírinn ekki). Þriðja aðferðin er sú, að algerlega sjálfvirkum götunarútbúnaði er komið fyrir í sambandi við vigtir eða önnur mælitæki, eða t. d. búðarkassa, og liggja Jiá frumheimildirnar fyrir gataðar þegar frá upphafi. Eins og vikið mun að hér á eftir, eru einnig möguleikar á að gata samtímis því, sem reikningar t. d. eru skrifaðir út. Heimildir, sem einu sinni hafa verið gataðar á IBM-spjöld, má á sjálfvirkan hátt flytja af einu spjaldi á annað eftir frjálsu vali, hvort sem er all- ar heimildirnar eða hluta þeirra, á sama eða nýjan stað miðað við eldra spjaldið. Ef upplýsingar, sem hentugt Jjykir að hafa á sama spjaldi, liggja fyrir gataðar í tveimur eða fleiri spjaldabunkum, þá er hægt, og fljótlegt, að gata Jrær yfir á ný spjöld, þar sem frjálst val er um röð þeirra, einnig á sjálfvirkan hátt. Undir slíkum kringumstæðum eru eldri spjöldin, ásamt auðum spjöldum, sett í vél (lleproducer), sem sér um götunina. Þegar spjöldin hafa verið götuð og „próflesin“, liggja þau sjaldnast í þeirri röð, sem hentug er til úrvinnslu þeirra talnaheimilda, er þau geyma, og er ])á komið að öðrum lið Jjeirrar skýrgreiningar bókhalds, sem gefin er hér að framan: röðun heirn- ildanna. Spjöldunum cr raðað eftir t. d. dagsctn- ingu, vörutegund, reikningsnúmeri eða öðrum heim- ildum, sem á Jjau kunna að vera gataðar. Röðun spjaldannct Röðunin fer fram í sjálvirkri vél, raðara, og er 44 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.