Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERZLUN FÉLAGSMÁL Aukna samheldni Frá aðalfundi Verzlunarráðs íslands Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands var haldinn íöstudaginn 13. október s.l. í fundarsal Hótel Sögu. Fundurinn hófst kl. 10 um morguninn. Kristján G. Gíslason stórkaupmaður. formaður Verzl- unarráðsins, setti 'fundinn. Fund- arstjórar voru kjörnir Egill Gutt- ormsson stórkaupmaður, á ár- degisfundi, og Þorsteinn Bem- harðsson forstjóri, á síðdegis- fundi. Fundarritarar voru alLan fundinn tveir starfsmenn Verzlun- arráðsins, Jón Sigurðsson og Árni Reynisson, fulltrúar. RÆÐA FORMANNS. Kristján G. Gíslason flutti um morguninn ræðu, sem að mestu fjallaði um störf og framtíðar- verkefni Verzlunarráðs íslands. Hann minnti á, að Verzlunarráð- ið hefði á sínum tíma verið stofn- að „af frjálshuga og framtakssöm- um mönnum til þess að vera alls- herjarfélagsskapur framkvæmda- manna á öllum sviðum athafna- lífsins . . .“ Atvikin högðuðu því hins vegar svo, að tengsl hinna ýmsu samtaka verzlunar og iðnað- ar voru ekki nægilega sterk og dró það úr möguleikum Verzlun- arráðsins til að gegna uppruna- legu hlutverki sínu. Á síðustu árum hefur þróunin aftur beinzt nær því markmiði, sem stofnendurnir settu ráðinu, þróun, „sem miðaði að því að gera Verzlunarráð íslands að samein- ingartákni og sambandi hinna ýmsu félaga verzlunar og iðnaðar í landinu ásamt ýmsum ófélags- bundnum einstaklingum í atvinnu- lífinu,“ eins og formaðurinnkomst að orði í ræðu sinni. Hann sagði einnig: „Að baki þessarar þróun- ar er að sjálfsögðu sú heilbrigða hugsun, að flest mál þessara stétta séu sameiginleg og að samstillt átak sé líklegra til árangurs en sundraðir kraftar.“ „En hvernig getur Verzlunarráð fslands gegnt því hlutverki sínu að vera sverð og skjöldur heilbrigðrar verzlun- ar og iðnaðar í landinu, en án þeirra þrífst ekkert menningarlíf hér eða arðværlegur þjóðarbú- skapur,“ spurði formaðurinn. Spurningunni svaraði hann með því að drepa á nokkur atriði, sem hann taldi máli skipta. „Það er frumskilyrði, að menntun stéttar- innar sé í góðu horfi,“ sagði hann. „Verzlunarráðið stuðlar að því með rekstri Verzlunarskóla ís- lands.“ Ýmsar ráðstafanirstjórnarvalda, svo sem háir skattar, sem lagðir hafa verið á iðnað og verzlun, og of lág álagning í mörgum tilfell- um hafa gert þessar stéttir fjár- vana. Hér eru hærri innflutnings- tollar en í nokkru öðru vestrænu landi og hefur orsakað meiri verzl- unarflótta, sem veldur meira tjóni fyrir þjóðarbúið en nokkurn grun- ar. Með lögum hafa verið settar á stofn einkasölur ríkisins og inn- kaupastofnanir ríkis og borgar. Óraunhæf álagningarákvæði eru enn við lýði. „Um öll þessi atriði mætti mikið ræða, en hér gefst ekki tími til þess. Aðeins vil ég benda á, að þessi mál þarfnast rannsóknar niður í kjölinn, til þess að hægt sé að bera fram rök- studdar og réttar ályktanir, sem byggðar eru á heilbrigðri skyn- semi og hérlendri og jafnvel er- lendri reynslu. Þessa vinnu geta einstök firmu ekki framkvæmt og stéttarfélög ekki heldur, til jafns við sameiginlegt átak þessara að- ila undir merki Verzlunarráðs- ins,“ sagði Kristján G. Gíslason. Hann minnti og á, að Upplýs- ingaskrifstofa Verzlunarráðsins væri mjög þýðingarmikil fyrir ís- lenzka verzlunarstétt í viðskipt- um hennar við umheiminn. „í öllum menningarlöndum,sem ég þekki til í vestri og austri, eru starfandi verzlunarráð, sem eru viðurkenndur tengiliður milli verzlunar- og iðnaðarstéttarinnar annars vegar og ríkisstjórnarinn- ar hins vegar. Það er því ekki óeðlilegt, að svo sé hér á landi.“ Þá benti formaðurinn á, að þeir sem stunda verzlun, væru í ýms- umlöndum, t. d. Danmörku, skyld- ugir til að vera í viðkomandi verzlunarráðum. Hér væruíVerzl- unarráði innan við 600 firmu, sem m. a. kosta starfræksluþess. Veiga- miklir þættir verzlunar á fslandi, svo sem Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, kaupíélöginnanSam- bandsins og að sjálfsögðu einka- sölur ríkisins og innkaupastofnan- ir ríkis og borgar væru ekki í Verzlunarráðinu. Síðan sagði Kristján G. Gísla- son: „Enda þótt mikið beri á milli okkar, sem fylgjum hinni frjálsu verzlunarstefnu, og þessara aðila, þá hefur komið á daginn, að við eigum samleið með þeim í mörg- um málum, er verzlun og iðnað varða. Mér er því ánægja að geta þess, að samvinna hefur tekizt á milli okkar og forstjóra Sambands íslenzkrasamvinnufélaga, til dæm- is í verðlagsmálum, þar sem við virðumst á einu máli. Enn frem- ur hefur verið undirbúið af beggja hálfu, að föstum viðræðunefnd- um verði komið á laggirnar, sem ræði og reyni að bera fram sam- eiginlegt álit um tilhögun verzl- unar og iðnaðar í landinu.“ Eftir að hafa rakið þannig nokk- ur viðfangsefni Verzlunarráðs ís- lands, sem móta störf ráðsins og gefa því ómetanlegt gildi fyrir ís- lenzka verzlun og iðnað, sagði for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.