Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 38
3B
FKJAL5 VERZLUN
til að auka aðhald í þessum efn-
um, að hraða mun meir en nú
tíðkast víxilmálum — og reyndar
öðrum einfaldari skuldamálum.
Ég sagði áðan, að embætti borgar-
dómara gerði allt, sem í þess
valdi stæði, til að hraða meðferð
víxilmála, enda tekur ekki meir
en ca. 10 daga að fá dóm, eins
og fyrr segir.“----------—------
„Hitt þarfnast rækilegrar endur-
skoðunar, hvernig stytta megitím-
ann eftir að komið er á fógeta-
stigið.
Ég held t. d. að 15 daga aðfarar-
fresturinn, sem ég nefndi áðan, sé
alveg óþarfur í víxilmálum og
einfaldari skuldamálum."--------
„Þá er nauðsynlegt að búa svo
að embætti borgarfógeta, að því
er mannahald, húsnæði og starfs-
aðstöðu alla snertir, að fjárnám
geti verið framkvæmd án nokk-
urra tafa að ráði. Þá þarfnast það
rækilegrar athugunar, hvort ekki
sé unnt að stytta þann langa tíma,
sem líður, þar til uppboðsbeiðni
er send og þar til uppboðsmálið
sé fyrst tekið fyrir í uppboðsrétti,
t. d. hvort 6 vikna fresturinn frá
fyrstu auglýsingu í Lögbirtinga-
blaði til fyrstu fyrirtektar sé nauð-
synlegur.
Ég held það myndi hvetja til
aukinnar skilvísi, ef menn gætu
reiknað með því, að mál til fulln-
ustu víxilkröfum, allt frá þing-
festingu málsins í bæjarþingi, þar
til uppboð er mögulegt, gætu
gengið greiðlega fyrir sig.
Ég ætla nú að lokum í þessu
spjalli að drepa á nokkur önnur
atriði, sem hugsanlega gætu stuðl-
að að úrbótum í þessum efnum —
allt þarfnast það bó nánari athug-
unar, en ég skýt þeim fram til
umhugsunar fyrir þá, sem um
þessi mál vilja nánar fjalla. Því
er þó sleppt að ræða það, sem
hér á hvað drýgstan þátt, en það
er hinn mikli rekstursfjárskortur,
sem þjáir viðskiptalífið.
OFNOTKUN
VÍXLA.
Víxlar eru mjög ofnotaðir hér
á landi. Ég ætla að gera það nokk-
uð að umtalsefni, hversu mjög
víxlar eru notaðir, þegar keypt er
með afborgunum, en þau viðskipti
hafa mjög aukist á undanförnum
árum, bæði við kaup á alls kyns
nvjum tækjum, svo og í viðskipt-
um með notaða bíla. Þessi við-
skipti fara oft þannig fram, að
samþykktur er víxill fyrir hverja
afborgun og er enginn vafi á því.
að þeir víxlar, sem þannig kom-
ast í umferð, skipta þúsundum á
ári hverju. Ég hef í rauninni
aldrei skilið, hvers vegna seljend-
ur hafa ekki fundið þessum við-
skiptum sínum annað form en
víxilformið. Hugsanleg er sú skýr-
ing, að bankar kaupi ekki önnur
viðskiptabréf en víxla til stutts
tíma. En þótt víxilformið sé nú
að mörgu leyti handhægt form,
hefur það þó vissa annmarka, sem
koma glöggt fram í þessari teg-
und viðskipta. Það er mjög al-
gengt, þegar vara er seld með af-
borgunum, að gerður er skrifleg-
ur kaupsamningur, auk þess sem
kaupandinn samþykkir víxla. Tvö
ákvæði eru oft í þessum kaup-
samningi, sem vafasamt er að
haldi, þegar seljandinn fær um
leið í hendur víxla sem greiðslu
fyrir vöruna. I fyrsta lagi er oft
sett ákvæði um það, að ef ein
greiðsla falli í gjalddaga án þess
að staðið sé í skilum, þá falli jafn-
framt í gjalddaga allar eftirstöðv-
ar kaupverðsins. Þetta ákvæði er
nánast þýðingarlaust, þegar sam-
þykktir hafa verið víxlar, sem
hafa ákveðna gjalddaga, sem
skráðir eru á víxilinn. Seljandinn
verður því að bíða, þar til síðasti
víxillinn er fallinn, ef hann vill
fá dóm fyrir allri kröfunni í einu.
Þá er enn fremur oft ákvæði í
slíkum kaupsamningum þess efnis,
að varan sé eign seljanda, þar til
síðasta afborgun hafi farið fram
og hann geti sótt hana, ef vanskil
verði. Slíkur eignarréttarfyrirvari
er mjög vafasamur, þegar greitt
hefur verið með víxlum. Allavega
kemur það oft fyrir í slíkum við-
skiptum, að víxlarnir og kaup-
samningurinn skiljast að —- kom-
ast hver í sína hendi og geta þá
risið upp ýmsar æði flóknar lög-
fræðilegar spurningar, sem ekki
er unnt að fara út í hér.
Miklu einfaldara og þægilegra
form á slíkum afborgunargreiðsl-
um er að gefa út eitt skuldabréf,
sem felur í sér alla gjalddagana.
Það bréf er auðveldlega unnt að
útbúa þannig, að það njóti þeirra
réttarfarshagræða, sem víxlar
njóta. Það þarf ekki endilega að
CITROÉN 1968
Umboð SÓLFELL h/f, Skúlagötu 63, sími 17966
MEIRA STRAUMLÍNULAGAÐUR
TVÖFÖLD LJDS
IDDE-LJÖS,
SEM LÝSA FYRIR HDRN