Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 11
FRJÁLB VERZLUN
11
225 ARA AFMÆLI
Samtök stórkaupmanna í Kaup-
mannahöfn, Grosserer-Societetet
og framkvæmdastjórn þess, Gros-
serer Societetets Komite, áttu stór-
afmæli á dögunum og var það
haldið hátíðlegt á glæsilegan og
skemmtilegan hátt, þannig að
Kaupmannahafnarbúar veittu því
almennt athygli. Boðið var fulltrú-
um erlendra stéttarbræðra, og var
Björgvin Schram, formaður Fé-
lags íslenzkra stórkaupmanna full-
trúi félags síns og Verzlunarráðs
íslands. Var hann báða hátíðisdag-
ana, 4. og 5. október, í Kaup-
mannahöfn ásamt konu sinni.
Grosserer-Societetet er samtök
þeirra í Kaupmannahöfn og ná-
grenni, eða Stór-Kaupmannahöfn,
eins og svæðið er stundum nefnt,
sem leggja stund á heildverzlun.
Þeir, sem fást við heildverzlun i
Kaupmannahöfn, eru skyldugir að
lögum til að vera í samtökunum.
Árgjald er 500 danskar krónur og
heildarársgjöld um 19 milljónir
danskra króna. Samtökin eru
sterk, vel skipulögð og njóta mik-
illar virðingar í Danmörku. Full-
trúar þeirra sitja í meira en 90
nefndum, sem fjalla að einhverju
leyti um málefni, sem snerta
verzlunarstéttina. Samtökin hafa
sér til ráðuneytis stóran hóp sér-
fræðinga í ýmsum greinum. Þau
urðu 225 ára á þessu ári, en fram-
kvæmdanefndin eðaframkvæmda-
stjórnin átti 150 ára afmæli einn-
ig á bessu ári.
Höfuðstöðvar samtakanna eru í
Börsen, kauphallarbyggingunni,
bvggð 1624, sem var og er ein af
sögufrægustu byggingum Kaup-
mannahafnar og er hún eign sam-
takanna. Hún stendur við síkin og
ereinaf þeim byggingum, er setja
eftirminnilega svip sinn á borgina
og er alþekkt af hinni háu turn-
spíru, sem allir koma auga á, er
þeir skyggnast um í Kaupmanna-
höfn. Og það var í Börsen, sem
afmælishátíðahöldin fóru fram. Þó
hófust þau að kvöldi 4. október
með veizlu í Hótel Mercur. Þar
voru samankomnir erlendir gestir,
danskir embættismenn og am-
bassadorar Norðurlandanna, auk
stjórnar samtakanna og fjölda
annarra. Var Gunnar Thoroddsen,
ambassador íslands í Danmörku
og frú hans, meðal gesta. Að
morgni 5. október hófust svo aðal-
hátíðahöldin. Klukkan 9—10.30
var móttaka í stóra salnum í Börs-
en. Þangað kom fjöldi gesta og
færðu gjafir og árnaðaróskir.
Björgvin Schram afhenti högg-
myndina „Fýkur yfir hæðir“, eftir
Ásmund Sveinsson frá Félagi ís-
lenzkra stórkaupmanna og papp-
írshníf úr silfri, unninn af Birni
Halldórssyni leturgrafara, frá
Verzlunarráði fslands. Klukkan
11 komu dönsku konungshjónin til
Börsen og voru viðstödd hátíða-
samkomu, sem þá fór fram. Þar
flutti sinfóníuhljómsveit Konung-
legu óperunnar tónlist, sem hafði
verið samin sérstaklega í tilefni
afmælisins og auk þess verk eftir
Kuhlau og Carl Nielsen, og þrír
óperusöngvar frá Konunglegu
óperunni sungu og Drengjakór
Kaupmannahafnar kom fram.
Aðalræðuna hélt Victor B. Strand
stórkaupmaður og aðalræðismað-
ur, formaður Grosserer-Societetet.
Um kvöldið sátu eitt þúsund
manns veizlu í stóra salnum í
Börsen. Þar var heldur óvenjuleg-
ur matseðill. Réttirnir voru fram-
leiddir eins og þeir voru gerðir
árin 1742, 1&17, 1967 og 2067, en
það var „pilla“. Síðan var dansað
fram eftir nóttu.
Afmælishátíð þessi var Stór-
kaupmannafélaginu í Kaupmanna-
höfn til mikils sóma, og mun verða
ógleymanleg öllum þeim, er þess
áttu kost að taka þátt í henni.
ÁPRENTAÐAR
UMBÚÐIR
ÚR PLASTI
0G PAPPÍR
Mi'cimilis-
plastpokit* wa
Eldhús-
piastpotiira a
Ea taht áiiwa
KHwwst-
swyawwatawa
KHwwst-
wlwísiwa
Uwwahwwwiww-
pwwppár
Eáwwahwiawl
PLASTPRENT
SKIPHOLT 35
SÍMI 38760