Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 44
44 FRJÁLS VERZLUN BAÐSKÁPAR í FJDL- BREYTTU ÚRVALI FALLEGIR NÝTÍZKULEGIR VANDAÐIR LAUGAVEGI 15 SÍMI 1 33 33 ÁVALLT FYRIRLIGGJAND! nýir, niðursoðnir og þurrkaðir ávextir. Sig. Þ. Skjaldberg h.f. lAUGAVEGI 49, SÍMI 11491. EUMIG kvikmyndatöku- og sýningavélar A §P0RTVAL | Laugavegi 116 gert fyrir. Á því er þó enginn vafi, að sjónvarp er á margan hátt bezt til þess fallið að gera áhrif aug- lýsinga sem mest. í grein þeirri, sem hér fer á eft- ir, verður leitazt við að segja ör- lítið nánar frá þeim þætti sjón- varpsrekstursins, sem snýr að aug- lýsingum og hugur sjónvarpsnot- enda til þeirra kannaður. ÍSLENZKA SJÓNVARPIÐ. Allt frá því er undirbúningur hófst að starfsemi íslenzka sjón- varpsins, hefur það verið ljóst, að Ríkisútvarpið tæki auglýsingar til flutnings í sjónvarpi, og tekjur þar af voru ætlaðar drjúgur liður í rekstrarfé stofnunarinnar. Verð- ur nánar vikið að því síðar. Eðli- lega ríkja ýmsar reglur um flutn- ing auglýsinga í sjónvarpi og skulu þær nú reifaðar. Auglýsingar eiga að vera lát- laust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segja það eitt eða sýna, sem er satt og rétt í öllum greinum. Þær skulu aðeins fluttar á tilteknum tímum, sem Útvarpsráð ákveður. Þetta ákvæði hefur mætt nokkurri and- stöðu auglýsenda, sem vilja láta dreifa auglýsingunum meira um dagskrána. Þannig þætti t. d. ýms- um hafa hlaupið á snærið hjá sér, ef þeir fengju leyfi til að skjóta inn auglýsingu á undan „Dýr- lingnum“. Þótt ekkert verði full- yrt á þessu stigi málsins, leikur lítill vafi á því, að siónvarpið mun sjá sér aukinn hag í að hliðra til í þessum efnum, og er því að vænta meiri dreifingar auglýs- inga. Vitaskuld ber auglýsandi fulla og óskerta ábyrgð á efni sjónvarpsauglýsingar, enda skulu þeir jafnan nafngreindir í auglýs- ingunum sjálfum. KOSTNAÐUR. Það má ljóst vera, að kostnað- ur við auglýsingu í sjónvarpi er meiri en kostnaður við svip- aða auglýsingu í blaði eða hljóð- varpi, enda ber auglýsandi all- an kostnað af efni auglýsingar og flutningi þess, þar á meðal greiðslum vegna höfundaréttar eða flytjendaréttar tóna eða tal- aðs máls og birtingarréttar kyrr- eða kvikmynda. Kostnaður við auglýsingu, sem birtist í sjón- varpi, er því tvenns konar. Ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.