Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERZLUN 1963 1698 — 1964 2034 — 1965 2592 — 1966 3564 — Þessar tölur eru þó ekki ná- kvæmar, eins og ég gat um áðan, en þær sýna þó, hver þróunin hef- ur orðið hér á undanförnum ár- um. Fjöldi víxilmála í Reykjavík hefur sem sagt meira en tvöfald- azt frá árinu 1963, og þessi þróun virðist halda áfram, miðað viðþað sem af er þessu ári. Það ber að hafa í huga, þegar þessar tölur eru virtar, að í einu máli er oft stefnt vegna margra víxla, þannig að samanburður á fjölda afsagna og þingfestra víxil- mála er ekki sambærilegur. Því miður er erfitt að fá upplýsingar um fjölda afsagðra víxla langt aftur í tímann, þar sem eigi hefur verið um það hugsað að halda slíkar skýrslur, en hjá borgarfó- getaembættinu í Reykjavík voru afsagðir á árinu 1966 28.138 víxl- ar og samkvæmt athugunum og áætlunum upplýsingaskrifstofu Verzlunarráðs er áætlað, að sú tala fari yfir 40.000 á þessu ári. Víxilmálum fyrir dómi lýkur á ýmsan veg að sjálfsögðu. Úrslit flestra er væntanlega dómur á víxilskuldarana, sem skyldaður er þá til greiðslu, en allmiklum fjölda víxilmála iýkur með svo- nefndri dómsátt, þar sem víxil- skuldararnir lofa með undirskrift í dómabók að inna greiðslur af hendi innan ákveðins tíma. Það er allmikil ásókn af hálfu víxil- skuldara í að fá að ljúka máli á þennan hátt, því að með því losna þeir við að fá dóminn birtan í kaupsýslutíðindum. Þá er alltaf töluverður fjöidi víxilmála, sem lýkur með frávísun eða sýknu, t. d. vegna þess að ekki hafi verið gætt hinna ströngu formskilyrða víxilsins.“ GANGUR VÍXILMÁLS. „Við skulum nú fylgja eftir, hvernig eitt víxilmál gengur, eins og nú er háttað í dag, eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að innheimta víxil með dómi. Við skulum sérstaklega athuga, hversu langan tíma hin einstöku stig þurfa að taka. Fyrsta skrefið er að birta skuld- urum víxilsins stefnu, og ef hann eða þeir búa innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, nægir eins sólarhrings stefnufrestur. Málið er síðan þingfest fyrir bæjarþingi og algengast er, að víxilmál sé dóm- tekið strax sama daginn og það er þingfest. Hér njótum við góðs af þeim sérstöku forréttindum, sem víxilmál hafa fyrir dómstól- um. Dómarinn þarf síðan aðkveða upp sinn dóm. Síðan er tekið end- urrit af dómnum, og þetta endur- rit er afhent kröfueigandanum og hann hefur þá fengið dóminn í hendurnar. Frá því málið er þing- fest og þar til endurritið er feng- ið, líða að jafnaði u. þ. b. 10 dagar. Frá þessu getur þó vikið í báðar áttir, og í heild má segja, að borg- ardómaraembættið hafi á síðustu árum lagt sig sérstaklega fram um að flýta fyrir sitt leyti afgreiðslu á víxilmálum. Þegar komið er í gegnum þetta stig, má segja, að því réttarfars- hagræði sé lokið, sem víxilmál njóta fyrir dómstólum, og er þá eftir æði löng ganga. Næst er að birta skuldaranum dóminn. Eins og þið vitið, sem slíka dóma hafið séð, stendur í dómsorðunum, að dómþoli skuli greiða þar tilgreind- ar upphæðir — og svo segir orð- rétt: „Allt innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum.“ Þetta þýðir í raun að bíða verð- ur í 15 daga, frá því dómurinn var birtur skuldaranum og þar til unnt er að láta aðför fara fram — eða fjárnám, eins og það heitir öðru nafni. Þessi 15 daga frestur, sem tiltekinn er í dómunum, á rætur að rekja til Norsku laga Kristjáns V. frá 1687, en þar seg- ir í I, bók, 22. kapitula, 19. grein: „Nú er maður dæmdur til þess að greiða eitthvað eða þola aðför í eignum sínum, hvar sem þær eru, og hann gerir eigi skil innan 15 daga og skal fógeti þá krefja að- farar eftir dóminum.“ — — — Þessi 15 daga frestur er að mínu viti óþarfur í víxilmálum, sem ekki er tekið til vitna í, og tefur óþarflega gang þeirra. Frá því víxilmálið var þingfest og þar til við getum óskað eftir fjárnámi, hafa því liðið 25 dagar samkvæmt því, sem að framan Hvers vegna ekki að athuga verð og gæði OLYMPIA-rafritvélanna áður en þér takið lokaákvörðun um ritvélakaup. OLYMPIA-rafritvélin mælir með sér sjálf, enda fram- leidd í verksmiðju með yfir 60 ára reynslu í smíði ritvéla. ÓLAFUR GÍSLAS0N & C0. H.F. Ingólfsstræti 1 A, sími 18370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.