Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 37
IFRJÁLS VERZLUN
37
greinir, og enn eigum við alllanga
leið eftir.
Við skrifum borgarfógetaem-
bættinu og óskum eftir, að fjár-
nám sé gert í eignum skuldarans
til tryggingar þeim greiðslum, sem
dómurinn hljóðar upp á. Fjár-
námsbeiðnin gengur inn í röðina,
og hjá borgarfógeta er enginn
greinarmunur gerður á því, hvort
um víxilkröfu er að ræða eða
ekki. Venjulegur biðtími eftir því
að fá fjárnám framkvæmt er a.
m. k. 15 dagar, og síðan tekur
u. þ. b. eina viku eða 7 daga að
fá endurrit fjárnámsins í hendur;
við erum því hér samtals komin
upp í 47 daga frá því málinu var
stefnt inn. Ef fjárnám er gert í
fasteign skuldarans, sem er al-
gengast, ef hann á fasteign á ann-
að borð, sem ekki hvílir allt of
mikið á, þá þarf að þinglýsa fjár-
náminu og senda beiðni um upp-
boð. Ef engin önnur uppboðs-
beiðni hefur borizt um sömu eign
áður, hefur borgarfógetaembættið
haft þann hátt á að gefa mönnum
skriflega kost á að gera kröfuna
upp á skrifstofum borgarfógeta,
áður en auglýsing sé send til birt-
ingar í Lögbirtingablað. Reikna
má með, að þar líði fjórtán dag-
ar, bar til uppboðsbeiðni er send
og þar til auglýsing er send í Lög-
birtingablað. Samkvæmt lögum
um nauðungaruppboð, frá 1949,
skal síðan auglýsa uppboðið þris-
var sinnum í Lögbirtingablaði, og
má ekki líða minna en 6 vikur
milli fyrstu birtingar og uppboðs.
Fyrsta fyrirtekt á uppboðinu fer
fram samkvæmt auglýstum tíma
á skrifstofum borgarfógeta, og ef
engir frestir eru veittir, fer upp-
boðið sjálft fram u. þ. b. viku
seinna. Heildartíminn frá því víx-
ilmálinu var stefnt inn og þar til
uppboð fer fram, er því samkvæmt
því, sem ég hef að framan sagt,
103 dagar — eða meira en þrír
mánuðir. Oft vill þetta þó drag-
ast lengur af ýmsum ástæðum*
t. d. koma réttarfrí hér inn í, þ. e.
tveir mánuðir yfir sumartímann
og hálfur mánuður um jólin. En
meiri dráttur er oft sjálfum kröfu-
hafanum eða umboðsmönnum
hans að kenna, t. d. er það al-
gengt, að kröfuhafinn veiti frest,
þegar mál er komið á uppboðs-
stig, og geta þar að sjálfsögðu
ráðið mannúðarsjónarmið, en svo
er það oft einnig matsatriði, hvort
það sé til bóta fyrir kröfuhafann
að knýja fram uppboð.
KOSTNAÐURINN.
En hvað kostar þetta nú? Hvað
þarf víxilskuldarinn að greiða
mikið í aukakostnað vegna þessa
málareksturs? Við skulum athuga
það lítið eitt. Kostnaðurinn fer að
sjálfsögðu eftir því, hver upphæð
kröfunnar er. Við tökum t. d. víx-
il að fjárhæð kr. 90.000.00. Kostn-
aðurinn við sjálft málið, þ. e. að
fá dóm er ca. kr. 12.000.00. Fjár-
námskostnaður, þ. m. t. þinglestur
fjárnámsins er ca. kr. 3.000.00 og
uppboðskostnaður, þ. e. þegar
gert er ráð fyrir að skuldari greiði
kröfuna, áður en uppboðssala fer
fram, en eftir að málið hefur verið
tekið einu sinni fyrir í uppboðs-
rétti, er ca. kr. 2.300.00. Samtals
þarf því skuldarinn að greiða í
aukakcstnað vegna þessara van-
skila sinna kr. 17.300.00, auk þess,
sem skuldarinn þarf að borga van-
skilavexti af höfuðstólnum 1% á
mánuði.
Því er stundum haldið fram, að
vegna þess, hversu langan tíma
það tekur, að fá fullnustu kröf-
unnar, þ. e. að möguleiki sé til
þess, að nauðungarsala fari fram,
þá geri sumir sér það að leik á
þessum tíma fjármagnsskortsins
að taka á sig þennan kostnað til
að geta verið með fjármagn það
í eigin veltu, sem höfuðstóllinn
hljóðar upp á, þann tíma, sem
það tekur að fá málið á lokastig.
Þessar tölur, sem ég nefndi áðan
um aukakostnaðinn, draga mjög
úr líkum fyrir því, að það sé rétt,
því að vissulega þyrftu það að
vera arðbær viðskipti, sem þyldu
svo gífurlegan fjármagnskostnað.
Á hitt ber hins vegar að líta, að
meginhluti þessa aukakostnaðar
fellur á þegar í upphafi, þ. e. á
fyrsta degi málarekstursins. Um
leið og mál hefur verið þingfest
er málskostnaðurinn, þ. e. talan
kr. 12.000.00 í dæminu hér að
framan, fallin á. Kostnaðurinn,
sem á eftir kemur er hlutfallslega
miklu minni, þannig, að eftir að
mál hefur verið þingfest á annað
borð, kann að vera freisting í því,
að bíða með uppgjör kröfunnar,
að hafa fjármagn þetta í eigin
veltu í þá 3—4 mánuði, sem síðan
líða, þar til málið er komið á upp-
boðsstig. Ég skal ekkert um það
fullyrða, hversu algengur slíkur
hugsunarháttur er, en ekki mun
hann dæmalaus.
AUKIÐ AÐHALD.
Ég held það skipti miklu máli