Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERZLUN 21 Alfreð Elíasson forstjóri og Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður starfa náið saman innan Loftleiða h.f. bjó þar til ársins 1920, er hann fór með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og lét af prestsstörf- um fyrir aldurs sakir. Var Krist- ján þá á fjórtánda ári. Séra Guðlaugur seldi bústofn sinn á þeim tíma, er hann var í lágu verði, en húsnæði í Reykja- vík fór stöðugt hækkandi. Hrukku eignir prests naumlega til kaupa á húsnæði við Laugaveginn. Var séra Guðlaugur blindur og óvinnu- fær og hafði ekkert sér til lífs- framfæris nema rýr eftirlaun. Varð Kristján, sonur hans, því að sjá fyrir sér sjálfur, og var svo alla tíð meðan hann var í mennta- skóla og háskóla, að hann vann með námi og við hvað, sem til féll. Vann hann við höfnina, við byggingarstörf, bókfærslu, þýðingar, kennslu og þingskriftir. Kristján var sveitarinnar barn, er hann kom til bæjarins, ein- rænn nokkuð og lengi frábrugð- inn reykvískum jafnöldrum sín- um í hugsun, framkomu og klæða- burði. Þótti þeim fyrst í stað hinn fátæki prestssonur frá Steingríms- firði heldur furðulegur. Mælti hann jafnvel ekki á sama máli og þeir, því að hann var mjög lesinn í íslendingasögunum, bar keim af málfari þeirra og spurði menn að ættum, og þarf enginn að leiða getur að því, hvaða álit reykvísk- ir jafnaldrar hans höfðu á þannig framkomu. Kristján settist árið 1920 í gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík. Lagði hann sig lítið eftir námsefninu í skóla, en las þeim mun meir bókmenntir. Gerð- ist hann skáldmæltur, er á leið, enda ortu menntaskólanemar mik- ið á þeim tímum, og skálda- klíkur lögðu undir sig kaffihús. Kristján stóð utan við allar klíkur, en umgekkst þó nokkuð skáld og listamenn og lagði mikla rækt við lestur bókmennta, þegar tími gafst til. Avöxtur bókmenntaiðjunnar eru þau ljóð, er Kristján birti í Skólablaðinu og síðar í ljóðabók hans, Skuggum, sem hann gaf út árið 1927. Þykir sú bók að mörgu leyti frambærilegt byrjendaverk. Stóð félagslíf með miklum blóma í Menntaskólanum og kapp- ræður háðar um ýmis efni. Tók Kristján allmikinn þátt í félags- lífinu og háði þar oft orðasennur og ritdeilur. Var þetta frekar gam- an en alvara, þótt sótt væri og varizt af kappi. Ekki verður sagt að pólitísk átök væru veruleg innan skólans, fyrr en þá undir lokin. Íþróttalíf var nokkurt í skólanum og voru þar, auk leik- fimi, æfðar skylmingar, knatt- spyrna, róðrar, glímur o. fl. Kristján lauk stúdentsprófi úr máladeild Menntaskólans í Reykj a- vík árið 1927. Kristján Guðlaugsson stóð nú andspænis því, að þurfa að velja sér ævistarf. Hafði hann löngu ákveðið að halda til útlanda og nema fagurfræði, og taldi sig heppinn, er hann náði sér í steypu- vinnu, sem var ágætlega borguð, og átti bað fé að gera honum kleift að sigla. Einhvernveginn rennir menn grun í, að hann hafi ætlað sér að taka upp merki Jónasar, bróður síns. En svo fór þó ekki. Krist- ján varð fyrir óhappi við vinn- una, og varð að hætta. Hann fórþá vestur í Dali til systur sinnar til að jafna sig og þar gekk hann um sumarið frá ljóðabók sinni, Skuggum, sem kom út um haustið. Útgáfa ljóðabóka hefur aldreiþótt arðvænleg á íslandi, en Kristján fékk þó þannig nokkurn aukaeyri og hóf um haustið nám í lögfræði við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.