Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERZLUN málunum verður fyrst og fremst að yfirvinna með eflingu atvinnu- lífsins, bæði þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru og með því að taka upp nýjar. Það verður að gera stórfellt átak til þess að styðja og koma á fót nýjum atvinnugrein- um. En þá þarf nýja stefnu, sem er miðuð við að styðja íslenzkt framtak og byggist á því að beita ríkisvaldi og peningastofnunun- um eindregið í þá átt. Einn þýðingarmikill þáttur í þessu sambandi er að láta íslenzk- an iðnað fá jafnrétti við aðrar greinar í uppbótum hvers kyns, meðan þær koma til og í öðrum efnum að búa honum sem sam- bærilegust kjör við erlendan iðn- að. F.V.: Teljið þér rétt, aS íslend- ingar leiti einhvers konar samn- inga eða he'fii undirbúning að samningum við Fríverzlunar- bandalagið eða Efnahagsbanda- lagið á t. d. nœstu tólf mánuð- um? E. J.: EFTA-þjóðirnar vilja nú komast í Efnahagsbandalagið sem fljótast og leysa EFTA upp. Ég vildi sjá, hvað gerðist í þeim mál- um, áður en ákveðið yrði, hvernig og hvenær málefni íslendinga yrðu tekin upp við bandalögin, annað eða bæði. Annars tel ég tolla og við- skiptasamninga við bandalögin, annað eða bæði, svo vandasamt mál, að um allt því viðvíkjandi ætti ætíð að hafa samráð á milli allra stjórnmálaflokka. Það er skoðun mín, að líklegast sé, að við náum hagkvæmum við- skiptasamningum við þessa aðila, þegar gengið hefur verið frá mál- efnum beirra ríkja, sem nú vilja komast í EBE, því að aðstaða okkar er svo ólík þeirra, að far- sælla ætti að vera að fjalla um okkar mál útaf fyrir sig, en ekki allt í einni bendu. Ég hef mikla trú á því, að hag- kvæmir samningar náist, ef okk- ur skortir ekki framsýni og þrek til þess að bíða rétts tíma. F.V.: Teljið þér kosningaúrslit- in í Alþingiskosningunum í sum- ar fe!a í sér fullkomna trausts- yfirlýsingu kjósenda á stefnu Framsóknarflokksins? E. J.: Fylgi Framsóknarflokks- ins í vor mátti heita hið sama og árið 1963, og það þýðir, að stefna flokksins hefur ekki notið meira trausts en nú, síðustu 35 árin; 28% af þjóðinni vottuðu þetta með atkvæðum sínum. Þá bendi ég á, að sífellt birtast yfirlýsingar, semsýna, að okkar dómi, aðstefna flokksins, t. d. í atvinnumálum, á fylgi að fagna langt út fyrir raðir þeirra, sem hafafylgtflokkn- um fram að þessu. F. V.: Gerið þér ráð fyrír, að stefna Framsóknarflokksins kunni að breytast eitthvað vegna kosn- ingaúrslitanna í sumar? É. J.: Framsóknarflokkurinn hef- ur nýlega á flokksþingi ákveðið stefnu sína í höfuðmálum og bar- izt fyrir henni í kosningunum í vor og mun nú vinna að fram- gangi hennar og útfærslu næstu árin. Eysteinn Jónsson á skrifstofu sinni í Þórshamri. F.V.: Fyrir hvaða málum hyggst Framsóknarflokkurinn helzt beita sér á Alþingi í vetur, þegar efnahagsmálin eru undan- skilin? E. J.: Þessu get ég að sjálfsögðu ekki svarað tæmandi, því að það yrði allt of langt mál. En ég nefni nokkur mál, önnur en efnahags-og atvinnumálin: Endurskoðun skóla- kerfisins og auknar skólabygging- ar, heildarskipulag í heilbrigðis- málum, ný átök í vegamálum, sem byggist á því, að til vega renni tekjurnar af umferðinni og lán- tökum til vegagerða; nýja, öfluga jafnvægisstofnun, heildarendur- skcðun húsnæðismála, því að efnahags- og kjaramálin verða ekki leyst farsællega, nema betri tök náist á þeim málum; að ljúka dreifingu raforku frá samveitum; hraða útbreiðslu sjónvarps; vinna að samstarfi allra flokka um und- irbúning nýrrar sóknar í land- helgismálum og verndun uppeld- isstöðva fiskstofnanna; herða á framkvæmdum varðandi lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn; loks nefni ég að taka hluta af gjald- eyriseigninni frá og verja til end- urreisnar og uppbyggingar at- vinnulífsins. Þetta eru nánast dæmi, en alls staðar blasa verk- efnin við. F. V.: Þar sem þér sitjiS í stjórn Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, langar okkur til að spyrja, hver séu aðallega vandamál Sambandsins um þessar mundir? E. J.: Vandamál Sambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.