Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERZLUN! „Herrahúsið er okkar bjargvættur44 Ef blaðað væri í nýlegri við- skiptaskrá, kæmi i ljós, að horfin eru nöfn margra fyrirtækja, sem áður settu svip sinn á fataiðnað landsmanna. Nægði þar að nefna, Sameinuðu verksmiðjuafgreiðsl- urnar (SAVA), Eygló, Toledó, Skýrni og Spörtu. Öll þessi fyrir- tæki hafa lagt niður starfsemi sina á undanförnum árum. Rekstrarstöðvun eða samdrátt- ur hefur átt sér stað um tiltekinn tíma í sumumverksmiðjum. Þann- ig stöðvaði hið gamla stórveldi Vinnufatagerð íslands að nokkru framleiðslu sína yfir sumarmán- uðina, en hefur nú hafið hana að nýju. Sjóklæðagerðin var seld einum helzta keppinauti sínum um ára- bil, verksmiðjunni Max h.f. Þeir, sem staðizt hafa erfiðleik- ana, eru staðráðnir í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, og nokkrir hafa bætzt í hópinn. Meðal hinna síðarnefndu er fyrir- tækið Sportver. F.V. þótti ástæða til að spyrja Björn Guðmundsson klæðskera- meistara, annan af framkvæmda- stjórum þessa fyrirtækis, hvernig rekstur fataiðnaðar gengi á því herrans ári 1967. Björn sagði svo frá: — Það var fyrir þremur árum, að við hófum karlmannafataframleiðslu, en áð- ur höfðum við einbeitt okkur að sportfatnaði, eins og nafnið bend- ir til. Nú framleiðum við eingöngu herraföt, staka jakka og buxur, undir vörumerkinu Kóróna. — Efnið er að mestu ensk ull, og flytjum við það inn sjálfir. Sniðið sé ég um, og stærðarkerfið er sænskt, í samræmi við innflutn- ing á tilbúnum fatnaði, sem er að miklu leyti frá Norðurlöndum og Evrópu. — í verksmiðju okkar að Skúla- götu 51 starfa 30 manns. Salan er með ágætum. En okkur er það ekkert launungarmál, að í stað þess að stækka verksmiðjuna höf- um við gripið til innflutnings á tilbúnum íatnaði vegna óvissunn- ar, sem ríkir um framtíð fataiðn- aðar hérlendis. — Við höfum aðallega flutt inn Björn Guðmundsson, forstjóri Sportvers. staka jakka, auk ,,smoking-fata“. Fatainnflutning er okkur fært að stunda samhliða framleiðslunni, m. a. vegna reksturs eigin smá- söluverzlunar, Herrahússins í Að- alstræti. — Verðmismunur á innfluttum alfatnaði frá V.-Evrópu og þeim, sem framleiddur er innanlands, er töluverður. Þannig eru. Kór- óna-föt að jafnaði tvöþúsund — tvöþúsund og fimmhundruð krón- um ódýrari en innflutt föt. — Það er víst óhætt að segja, að jarðarför fyrirtækis okkar hefði þegar farið fram, ef Herra- húsið hefði ekki komið til. Þróun- in erlendis, t. d. í Bandaríkjunum, sýnir líka, að stóru framleiðend- urnir eru í auknum mæli að taka að sér dreifinguna, enda er mikil hagkvæmni þessu samfara fyrir þá. — Eg tel aðalerfiðleikana hér vera rekstrarfjárskortinn. Það er ekkert grín að þurfa kannski að veita 6—8 mánaða gjaldfrest á framleiðslunni og eiga svo að borga tolla af hráefninu út íhönd. í þessu tilliti er Herrahúsið okk- ar bjargvættur. Við seljum Kór- óna-fötin aðeins í okkar eigin verzl- un í Reykjavík, og veitum síðan verzlunum úti á landi söluumboð á viðkomandi stöðum. Hvort fram- hald verður á innlendri fatagerð, verður skorið úr um á næstu ár- um. SOKKAR ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON H.F. HEILDVERZLUN ÞINGHOLTSSTR/íTI 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.