Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLLJN
29
En umfram allt þarf hann að hafa
allt í röð og reglu.
SÖLUFERÐ í UNDIRBÚNINGI.
Þetta hafði Steinberg aðallega
að segja um þær kröfur, sem gera
verður til góðs sölumanns. En
þegar F.V. spurði hann, hvernig
hann undirbyggi ferðir sínar út á
land, svaraði Steinberg:
— Ég byrja á því að taka til
sýnishorn af þeirri vöru, sem ég
ætla að selja. Sé um nýja vöru-
tegund að ræða, afla ég mér upp-
lýsinga um hana, gæði hennar og
annað bess háttar, sem máli skipt-
ir fyrir kaupandann. Þá afla ég
mér upplýsinga um það, hve mik-
ið magn ég má selja af vörunni.
Sýnishornum reyni ég að raða sem
snyrtilegast niður í töskur. Ég
hefi jafnframt meðferðis lista yfir
vörurnar og verðlag á þeim. Svo
bý ég til ferðaáætlun. Ég þekki
staðina orðið það vel, að ég get
sagt með fullkomnu öryggi, hvað
ég verð lengi á hverjum stað og
pantað hótelherbergi og gert aðr-
ar ráðstafanir með hliðsjón af því.
Ég verð stundum að tilkynna, að
ég sé á leiðinni, t. d. ef ég er um
borð í skipi og þarf að biðja kaup-
menn að hitta mig um borð. Ann-
ars fer ég mikið um á eigin bif-
reið.
Vinnudagurinn getur orðið 18—
20 tímar á sólarhring. Hann fer í
það að ferðast á miili, ræða við
viðskiptavini, sem oft þarf að
hitta, annað hvort mjög snemma
eða þá kannski ekki fyrr en um
miðnætti, eftir því hvernig stend-
ur á ferðum. Vinnudagurinn í
Reykjavík er hins vegar jafn-
langur venjulegum skrifstofutíma.
MIKIL ÚTGJÖLD.
Útgjöldin eru mikil, geta kom-
izt upp í 12—1500 krónur á dag
á ferðalögum úti á landi; þá er
innifalið fæði, hótelherbergi, bif-
reiðakostnaður og annar ferða-
kostnaður, stundum leiga fyrir
sali undir sýnishornin. Ég hef
alloft leigt fundarsal Verzlunar-
mannafélagsins á Akureyri eða
Skátaheimilið á ísafirði. Annars
raða ég sýnishornunum upp í hót-
elherbergjunum eða um borð í
skipum. Prósenturnar, sem ég fæ
eru mjög lágar, enda er álagning
lág, Það er gert upp mánaðarlega,
og ég fæ peninga eftir þörfum upp
í væntanlegar sölur, þegar ég fer
út á land.
Ég mundi ekki telja sölumanns-
launin há, en þó veltur það á sölu-
manninum sjálfum, hvað hann
vinnur til mikilla launa í starfi
sínu, þegar um prósentur er að
ræða. Það er sagt, að góður sölu-
maður sé verður þyngdar sinnar
í gulli, en jafnvel beztu sölumenn
verða að gera sig ánægða með all-
miklu minna en það.
ÓKOSTIR STARFSINS.
— Hverjir virðast helztu ókost-
ir starfsins?
— Ég veit ekki, hvað ég á að
segja um það. Þetta getur verið
æði skemmtilegt starf, enda kynn-
ist maður mörgum og kemur víða.
Atvinnusjúkdómar eru engir, en
einn atvinnulöstur var um skeið
áberandi í hópi sölumanna, að ég
hygg, og það var óhófleg vín-
neyzla á ferðalögum. Þetta hefur
þó smám saman breytzt til batn-
aðar. Starfið er nú unnið af meiri
reglusemi og festu en áður, enda
er sölumannsstarfið orðið atvinnu-
mennska í ríkari mæli en fyrr.
Um skeið tíðkaðist, að menn réðu
sig til sölumennsku úti á landi,
þegar þeir fóru í sumarleyfi frá
öðrum störfum. Þessir menn
kunnu oft lítið til verka og leyfðu
sér margt, sem góðir sölumenn
mega ekki láta henda sig. Þessir
menn komu óorði á sölumennsk-
una, enda var það svo um skeið,
að hótel voru treg til að leigja
sölumönnum, nema þeir væru
kunnugir.
Ég get fullvissað alla þá, sem
vilja leggja fyrir sig sölumennsku,
um, að þeir verða að ganga að
starfinu heilshugar og óskiptir og
leitast við að temja sér viður-
kennd vinnubrögð og skapa sér
traust, sem er ómetanlegt í þessu
starfi, sagði Steinberg að lokum.
^tandatfd " hreinlætistæki
í sýningarskála okkar að Skúlagötu 30 og verzlun okkar í Banka-
stræti 11 geíur að líta mikið úrval af hvítum og lituðum baðher-
bergistækjum frá hinum heimsþekktu verksmiðjum.
FLEST TIL VATNS- OG HITALAGNA Á EINUM STAÐ
HJÁ OKKUR
J. Þorláksson &
Norðmann h.f.
Bankastræti 11. — Skúlagötu 30.