Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN
19
SAMTÍÐARMENN
Kristján Guðlaugsson
stjórnarformaður Loftleiða h.f.
Þegar þar að kemur, að seinni
tíma menn færa í letur sögu lands
og lýðs á þeim árum, sem nú eru
liðin af þessari öld, munu þeir
vafalítið rita stærsta kaflann um
þá gjörbyltingu, sem varð á at-
vinnulífi þjóðarinnar, hina miklu
uppbyggingu og áhrif þessara
breytinga á þjóðlífið. Hlýtur þeim
að þykja nokkuð til um, finnast
margt hafa verið vel gert ogmargt
vel tekizt, en sýnast þó, eins og
okkur samtíðarmönnum, fátt
bera hærra í þessum efnum en
vöxt og viðgang flugfélagsinsLoft-
leiða h.f., sem þrír ungir menn
stofnuðu árið 1944 og þurftu þá að
leita til vina og kunningja um
fjárhagslegan stuðning, en var
einum og hálfum áratug síðar orð-
ið flugfélag á alþjóðamælikvarða
og stærsta fyrirtæki landsins.
Saga Loftleiða hefði hæglega
getað orðið önnur en raun varð á,
en þegar neyðin er stærst, erhjálp-
in næst. Stjórn Loftleiða h.f.
ákvað árið 1952 að hætta flugi á
innanlandsleiðum, og einbeita
kröftunum, sem reyndar voru
ekki miklir þá, að reglulegu milli-
landaflugi. Næsta ár, á nýársdag
1953, var svo tilkynnt, að félagið
hefði ákveðið að stórlækka far-
gjöld sín milli Evrópu og Banda-
ríkjanna, og kom þetta ekki til af
góðu, því að félagið gat ekki
keppt með sömu fargjöldum við
flugfélögin á þessari leið; hafði
ekki efni á að kaupa sams konar
flugvélar og þau notuðu. Kaup á
einni Skymaster-flugvél var allt
og sumt, sem félagið réði við.