Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 32
32
FRJÁLS VERZLUN
Kristín Waage var á sínum tíma
kjörin „Fulltrúi ungu kynslóðar-
innar 1967“. Hún stundar nám í
Verzlunarskóla íslands og mætir
í tímum í stuttu pilsi.
STIJTTA TÍZKAN
íslenzkar stúlkur eyða árlega tugum milljóna í fatnað.
MikiS af þessum fatnaði er fluttur inn í landið tollfrjálst og
án milligöngu innlendra kaupsýslumanna
níu af hverjum tíu stúlkum á aldr-
inum 13—21 ára í Reykjavík
klæðist stuttu tízkunni. Það hef-
ur einnig verið áætlað, að þessi
aldursflokkur eyði 50—70 millj.
króna árlega í stuttu tízkuna, og
er þá miðað við allt landið. Jafn-
hliða stuttu tízkunni hefur mynd-
azt ný tízka í snyrtingu, skart-
gripum, skófatnaði og ýmsu öðru,
sem stúlkur og konur leggja
mikla áherzlu á í útliti sínu.
Hröð útbreiðsla. Stutta tízkan
náði hraðfara útbreiðslu, eftir að
henni var hrundið af stað fyrir
2—3 árum. Sídd á kjólum og pils-
um var upphaflega algengust 5—
10 cm fyrir ofan hné, en er orðin
27 cm fyrir ofan hné í sumum til-
vikum, og finnst mörgum, að nóg
sé komið. Er nú spáð að pilsin
síkki aftur á næstu mánuðum.
Innan stuttu tízkunnar hafa
myndazt ýmis hliðarfyrirbæri
svo sem Maotízkan og Twiggy-
kjólar. Ný hárgreiðsla hefur rutt
sér til rúms, skartgripir hafa feng-
ið nýja lögun, kubbahælar, sem
voru í tízku fyrir nokkrum ára-
tugum hafa aftur komið til sög-
unnar í sambandi við stuttu tízk-
una.
Sjálf hefur stutta tízkan þróazt
nokkuð hratt á þessum skamma
tíma, sem hún hefur verið við
lýði. Fyrir hálfu öðru ári voru
kjólar með beinum línum algeng-
astir. Úr því tóku hringskorinsnið
við af beinu línunum. Nú eru
hettukjólar algengir. Hnappar
hafa tekið við af rennilásum.
Prjónaðir kjólar hafa rutt sér til
rúms í ríkari mæli en áður. Nýir
litir hafa komið til sögunnar með
stuttu tízkunni og litasamsetning-
50—70 milljónir. Stutta tízkan
svo nefnda hefur náð geysilegri
útbreiðslu á íslandi sem og í öðr-
um löndum Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku. Gizkað er á, að
Stúlkan, sem heitir Erla Harðar-
dóttir, vinnur áskrifstofuí Reykja-
vík. Kjóllinn, sem er prjónaður,
er í styttra lagi. Hún er nýkom-
in frá London, en þar keypti hún
þennan kjól. Hún segir, að það sé
betra að kaupa stutta kjóla í
London en í Reykjavík.