Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 61
FRJÁLS VEBZLUN 61 VÍÐS VEGAR AÐ HAFNIR í SAMKEPPNI. Geysi hörð samkeppni er háð milli hafnarborga við Norðursjó og Ermasund, miðstöðva heims- verzlunarinnar í 5 aldir. Um hafn- ir EBE-landanna og Bretlands á þessum slóðum fer t. d. tvöfalt meiri útflutningur en frá allri N.- Ameríku. Skipaumferð er þar í hámarki í heiminum. Bylting hef- ur átt sér stað í heimsverzluninni vegna nýrrar flutningatækni og' hafnargerðar. Varningur, sem áður stóðstekki samkeppni vegna flutningskostn- aðar, er nú fluttur til markað- anna langt að. Framleiðendur eru berskjaldaðri fyrir innflutningi en nokkru sinni fyrr. Alþjóðleg verkaskipting eykst af sömu sök- um. íðnaðarmiðstöðvar. Hafnirnar eru í auknum mæli að verða mið- stöðvar iðnaðar, einkum olíu- og stáliðnaðar. Um hann stendur samkeppnin, auk hvers kyns við- skipta og atvinnu, sem þróast í skjóli hafnanna. Hafnargjöld eru líka ætíð vinsæl í borgarsjóðinn. Forystan. Rotterdam í Hollandi og Antwerpen í Belgíu hafa for- ystu í samkeppninni. í nágrenni Rotterdam hefur bíla- og dráttar- vélaiðnaður siglt í kjölfar stálinn- flutningsins, sem fer um höfnina. Landfræðileg lega tveggja fyrr- nefndra borga er vissulega hag- stæðust, en þær hafa einnig gert mest til að hæna skipaeigendur að. Brezku og frönsku borgirnar nru verst staðsettar og hafa dreg- izt aftur úr. Þá vilja þarlendir kaupsýslumenn kenna yfirvöldun- Um um, hversu halloka þær hafa farið. í sókn. Þýzku hafnarborgirnar, ninkum Bremen og Hamborg hafa náð talsvert góðum árangri miðað við óhagræðið, sem þær hafa af skiptingu Þýzkalands. Með vaxandi viðskiptum aust- urs og vesturs eru framtíðarmögu- leikar þýzku borganna sagðir góð- ir vegna legu þeirra á mörkum þessara viðskiptaheilda. * INNKAUPAFERÐIR ÍSLENDINGA. Hvernig líta íslenzkar konur, á innkaupaferð í Skotlandi, út í aug- um Skotanna sjálfra? Skotarnir eru eflaust heimildin fyrir eftir- farandi klausu úr brezka tímarit- inu „The Shoe & Leather News“ sem, eins og nafniðbendirtil,fjall- ar um framleiðslu og sölu á skóm og öðrum leðurvörum. Klausan er þannig í lauslegri þýðingu, tekin upp úr eintaki frá 7. september s.l. ,sem Frjálsri verzlun barst frá einum velunnara: Skozkar verzlanir hafa orðið að- njótandi gagnlegra viðskipta, sem koma að norðan, einkum frá ís- landi og Færeyjum og öðrumnorð- lægum svæðum. Togarasjómenn koma heim til sín með sögur af því hvernig Skot- ar klæða sig. Konunum líkar vel það sem þær heyra. Þær halda til Skotlands með næstu ferð, á sjó eða í lofti. Þær gera innrásir í verzlanir og' verzla glatt. Verðlagið skiptir þær engu máli. Gæðin eru aðalatriðið. Verzl- unarfólkinu er sönn ánægja að eiga við þær viðskipti, og margar verzlanir hafa komist í ágæt við- skiptasambönd með þessum hætti. Kaupendurnir ganga alveg fram hjá verzlunum í námunda við höfnina en halda heldur inn til miðbæjarverzlananna eða tiltízku- verzlananna. Á sumrin kom þær vikulega en á vetrum fækkar ferðum niður í það að vera mán- aðarlegar. * BÍLAVERKSMIÐJUR Á FALLANDA FÆTI. American Motors Corporation, framleiðandi Rambler-bílanna, stríðir við mikla fjárhagsörðug- leika. Á s.l. 12 mánuðum nam tapið á rekstrinum 60 milljónum dala. Árið 1956 var AMC afar hætt komið þó tapið væri helm- ingi minna en nú. Tap og gróði. Romney (núver- andi ríkisstjóri) tók þá við for- stjórastöðu í fyrirtækinu. Lét hann hefja framleiðslu á nýrri bílagerð, að stærð og verðflokki milli evrópskra og bandarískra bíla. Romney tókst að bjarga fyr- irtækinu af brúninni og salan á nýja Ramblernum var framúr- skarandi góð. En brátt tóku aðrir að framleiða bíla í sama flokki og aftur hallaði undan fæti. Nýr forstjóri, sem skipaður var á áramótum, lét verða sitt fyrsta verk að lækka í verði minnstu gerðina, American. Kaupendur tóku lækkuninni vel og salan jókst, en í heild reyndist hún þó 20% minni en s.l. ár. Þá var gerð tilraun til samkeppni við Ford Mustang með framleiðslu á sport- gerðinni Javelin, sem er töluvert ódýrari bíll. Kelvinator til sölu. Fjárhags- grundvöllinn var reynt að bæta með sölu dótturfyrirtækis AMC, Kelvinator. Enginn kaupandi gaf sig fram. Studebaker -verksmiðjurnar horfðust í augu við sama vanda fyrir þremur árum og neyddust til að hætta bílaframleiðslu og lögðu fjármagn sitt í annað. Sameining. Sumir spá nú að AMC neyðist til sameiningar við stærri bílaframleiðanda. Er sagt að óhugnanlegt tap fyrirtækisins kynni að líta dálaglega út á skatt- skýrslum einhvers keppinautar- ins. -x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.