Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 30
□□
FKJALS VERZLLIN
Breytt stefna
Austur-Evrópuríkin eru að taka upp nýja viðskiptahœtti,
frjálsgialdeyrisviðskipti, en í síðustu samningum var samt
samið við íslendinga um kvóta. Viðskipti íslendinga við
A.-Evrópuríkin og Sovétríkin fara minnkandi, og verða
íslendingar að leita nýrra síldarmarkaða
FRJALSGJALDEYRIS-
VIÐSKIPTI.
Á undanförnum árum hefur orð-
ið mikil breyting á stefnu Austur-
Evrópuríkjanna í viðskiptamál-
um. Hafa ríki þessi hneigzt að
frjálsari viðskiptum. Áður voru
öll viðskipti Austur-Evrópuríkj-
anna við vestræn ríki á jafnkeyp-
isgrundvelli, en nú hafa mörg
Austur-Evrópuríkjanna gert við-
skiptasamninga á frjálsgjaldeyris-
grundvelli við vestræn ríki. Á-
stæða þessarar breytingar er
breytt stefna Austur-Evrópuríkj-
anna í efnahagsmálum. Stjórn-
endur ríkisfyrirtækja í Austur-
Evrópuríkjunum hafa nú meira
vald en áður um stjórn fyrir-
tækja sinna. Fyrirtækin eru nú
í ríkari mæli en áður rekin með
ágóðasjónarmið í huga. Þetta
aukna frjálsræði í Austur-Evrópu-
ríkjunum hefur stuðlað að frjáls-
ari viðskiptum þessara ríkja við
vestræn ríki. Stefna ríki þessi nú
að því að verða samkeppnisfær í
framleiðslu og sölu á sem flestum
sviðum. Hafa fyrirtæki í mörgum
Austur-Evrópuríkjanna jafnvel
gengið til samvinnu við vestræn
fyrirtæki í því skyni að gerafram-
leiðslu sína samkeppnisfæra. Er
það mikil breyting frá því, sem
áður var, er ríki þessi gátu ekki
hugsað sér neina samvinnu við
fyrirtæki í vestrænum ríkjum.
Hin nýja stefna í viðskiptamál-
um í Austur-Evrópu hefur þegar
haft áhrif á viðskipti íslands við
Austur-Evrópuríkin. Áður voru
samningar fslands við Austur-
Evrópuríkin yfirleitt á jafnkeypis-
grundvelli. En tvö Austur-Evrópu-
ríkjanna hafa nú átt frumkvæðið
að því, að formi viðskiptasamn-
inga íslands við þessi ríki væri
breytt og viðskiptasamningarnir
færðir á frjálsgjaldeyrisgrundvöll.
Átti slík breyting sér stað í hin-
um nýju viðskiptasamningum,
sem gerðir voru við Pólland og
Tékkóslóvakíu haustið 1966. Eru
viðskipti okkar við þessi ríki nú
á frjálsgjaldeyrisgrundvelli. ís-
lenzkir útflytjendur hafa talið
það nokkra tryggingu fyrir við-
skiptumsínum við Austur-Evrópu-
ríkin, að viðskiptin væru á jafn-
keypisgrundvelli. Óttuðust þeir
því, að væru kvótar fyrir íslenzk-
ar útflutningsafurðir felldir niður
í viðskiptasamningum okkar við
þessi ríki, mundi draga stórlega
úr útflutningi okkar til þeirra.
Þrátt fyrir hið breytta samnings-
form var því farið fram á það, að
kvótar fyrir íslenzkar útflutnings-
vörur væru áfram hafðir með við-
skiptasamningunum. FéllustTékk-
ar og Pólverjar á það. Haldast
kvótarnir því þrátt fyrir breytt
samningsform.
VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG
AUSTUR-EVRÓPU.
ísland hefur allt frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar átt mikil
viðskipti við Austur-Evrópu. Hafa
Austur-Evrópuríkin einkum keypt
af okkur fisk- og fiskafurðir.
Árið 1966 fluttum við út vörur
til Austur-Evrópuríkjanna fyrir
719.1 millj. króna, þar af fyrir
427.3 millj. kr. til Sovétríkjanna.
Innflutningur okkar frá Austur-
Evrópu nam á s.l. ári 770.6 millj.
kr., þar af frá Sovétríkjunum fyr-
ir 473.3 millj. kr.
Hlutdeild Austur-Evrópuríkj-
Björgvin Guðmundsson.
anna í heildarútflutningi íslands
hefur verið sem hér segir frá ár-
inu 1959:
Árið 1959 33.6%
— 1960 24.4%
— 1961 13.9%
— 1962 18.1%
— 1963 16.2%
— 1964 14.3%
— 1965 11.5%
— 1966 11.9%
Á sama tímabili hefur hlutdeild
Austur-Evrópuríkjanna í innflutn-
ingi íslands verið sem hér segir:
Árið 1959 30.6%
— 1960 23.2%
— 1961 23.0%
— 1962 16.6%
— 1963 15.1%
— 1964 16.2%
— 1965 15.9%
— 1966 11.2%
Sovétríkin hafa ávallt verið
langmesta viðskiptaland okkar í
Austur-Evrópu. Útflutningur okk-
ar til Sovétríkjanna nam 18.3%
heildarútflutningsins árið 1959, en
á s.l. ári nam útflutningurinn
7.1% heildarútflutningsins.
Yfirlitið hér að framan leiðir í
ljós, að viðskiptin við Austur-
Evrópu, sem voru áður 1/3 heild-
arviðskipta okkar við önnur lönd,
eru nú aðeins rúmlega 1/10 hluti
þeirra.
ASTÆÐUR
SAMDRÁTTARINS.
Ástæðurnar fyrir hinum mikla
samdrætti viðskipta okkar við
Austur-Evrópu eru fyrst og fremst