Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 30
□□ FKJALS VERZLLIN Breytt stefna Austur-Evrópuríkin eru að taka upp nýja viðskiptahœtti, frjálsgialdeyrisviðskipti, en í síðustu samningum var samt samið við íslendinga um kvóta. Viðskipti íslendinga við A.-Evrópuríkin og Sovétríkin fara minnkandi, og verða íslendingar að leita nýrra síldarmarkaða FRJALSGJALDEYRIS- VIÐSKIPTI. Á undanförnum árum hefur orð- ið mikil breyting á stefnu Austur- Evrópuríkjanna í viðskiptamál- um. Hafa ríki þessi hneigzt að frjálsari viðskiptum. Áður voru öll viðskipti Austur-Evrópuríkj- anna við vestræn ríki á jafnkeyp- isgrundvelli, en nú hafa mörg Austur-Evrópuríkjanna gert við- skiptasamninga á frjálsgjaldeyris- grundvelli við vestræn ríki. Á- stæða þessarar breytingar er breytt stefna Austur-Evrópuríkj- anna í efnahagsmálum. Stjórn- endur ríkisfyrirtækja í Austur- Evrópuríkjunum hafa nú meira vald en áður um stjórn fyrir- tækja sinna. Fyrirtækin eru nú í ríkari mæli en áður rekin með ágóðasjónarmið í huga. Þetta aukna frjálsræði í Austur-Evrópu- ríkjunum hefur stuðlað að frjáls- ari viðskiptum þessara ríkja við vestræn ríki. Stefna ríki þessi nú að því að verða samkeppnisfær í framleiðslu og sölu á sem flestum sviðum. Hafa fyrirtæki í mörgum Austur-Evrópuríkjanna jafnvel gengið til samvinnu við vestræn fyrirtæki í því skyni að gerafram- leiðslu sína samkeppnisfæra. Er það mikil breyting frá því, sem áður var, er ríki þessi gátu ekki hugsað sér neina samvinnu við fyrirtæki í vestrænum ríkjum. Hin nýja stefna í viðskiptamál- um í Austur-Evrópu hefur þegar haft áhrif á viðskipti íslands við Austur-Evrópuríkin. Áður voru samningar fslands við Austur- Evrópuríkin yfirleitt á jafnkeypis- grundvelli. En tvö Austur-Evrópu- ríkjanna hafa nú átt frumkvæðið að því, að formi viðskiptasamn- inga íslands við þessi ríki væri breytt og viðskiptasamningarnir færðir á frjálsgjaldeyrisgrundvöll. Átti slík breyting sér stað í hin- um nýju viðskiptasamningum, sem gerðir voru við Pólland og Tékkóslóvakíu haustið 1966. Eru viðskipti okkar við þessi ríki nú á frjálsgjaldeyrisgrundvelli. ís- lenzkir útflytjendur hafa talið það nokkra tryggingu fyrir við- skiptumsínum við Austur-Evrópu- ríkin, að viðskiptin væru á jafn- keypisgrundvelli. Óttuðust þeir því, að væru kvótar fyrir íslenzk- ar útflutningsafurðir felldir niður í viðskiptasamningum okkar við þessi ríki, mundi draga stórlega úr útflutningi okkar til þeirra. Þrátt fyrir hið breytta samnings- form var því farið fram á það, að kvótar fyrir íslenzkar útflutnings- vörur væru áfram hafðir með við- skiptasamningunum. FéllustTékk- ar og Pólverjar á það. Haldast kvótarnir því þrátt fyrir breytt samningsform. VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG AUSTUR-EVRÓPU. ísland hefur allt frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar átt mikil viðskipti við Austur-Evrópu. Hafa Austur-Evrópuríkin einkum keypt af okkur fisk- og fiskafurðir. Árið 1966 fluttum við út vörur til Austur-Evrópuríkjanna fyrir 719.1 millj. króna, þar af fyrir 427.3 millj. kr. til Sovétríkjanna. Innflutningur okkar frá Austur- Evrópu nam á s.l. ári 770.6 millj. kr., þar af frá Sovétríkjunum fyr- ir 473.3 millj. kr. Hlutdeild Austur-Evrópuríkj- Björgvin Guðmundsson. anna í heildarútflutningi íslands hefur verið sem hér segir frá ár- inu 1959: Árið 1959 33.6% — 1960 24.4% — 1961 13.9% — 1962 18.1% — 1963 16.2% — 1964 14.3% — 1965 11.5% — 1966 11.9% Á sama tímabili hefur hlutdeild Austur-Evrópuríkjanna í innflutn- ingi íslands verið sem hér segir: Árið 1959 30.6% — 1960 23.2% — 1961 23.0% — 1962 16.6% — 1963 15.1% — 1964 16.2% — 1965 15.9% — 1966 11.2% Sovétríkin hafa ávallt verið langmesta viðskiptaland okkar í Austur-Evrópu. Útflutningur okk- ar til Sovétríkjanna nam 18.3% heildarútflutningsins árið 1959, en á s.l. ári nam útflutningurinn 7.1% heildarútflutningsins. Yfirlitið hér að framan leiðir í ljós, að viðskiptin við Austur- Evrópu, sem voru áður 1/3 heild- arviðskipta okkar við önnur lönd, eru nú aðeins rúmlega 1/10 hluti þeirra. ASTÆÐUR SAMDRÁTTARINS. Ástæðurnar fyrir hinum mikla samdrætti viðskipta okkar við Austur-Evrópu eru fyrst og fremst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.