Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUN 7 verði með hliðsjón af ríkjandi ástandi. Hann telur þó nauðsyn- legt, að atvinnuvegirnir verðiefld- ir, og er það einig á stefnuskrá stjórnarflokkanna, sem hafa lýst yfir þeirri stefnu sinni að tryggja fulla atvinnu í landinu, þrátt fyr- ir minnkandi þjóðartekjur. í sam- ræmi við þá stefnu sýnist óhjá- kvæmilegt, að ríkissjóði verði tryggðar nauðsynlegar tekjur. Al- þýðubandalagið hefur lagtáherzlu á nokkrar sparnaðartillögur, sem eruþess eðlis, að um þær er naum- ast unnt að taka ákvarðanir í sam- bandi við afkomu ríkissjóðs. Þess- ar tillögur fjalla um fækkunsendi- ráða á Norðurlöndum og niðurfell- ingu útgjalda vegna þátttöku ís- J.ands í NATO. Eru þessar tillögur svo nátengdar utanríkisstefnu landsins, að þær verða vart rædd- ar að gagni nema í ítarlegum um- ræðum um utanríkis- og öryggis- mál þjóðarinnar. Væri óeðlilegt að blanda þeim málum saman við afgreiðslu fjárlaga og umræður um ráðstafanir í efnahagsmálum. Ályktun skyndiráðstefnu ASÍ til undirbúnings viðræðna við ríkis- stjórnina er einhliða samþykkt, eingöngu byggð á sjónarmiði verkalýðsfélaganna, sjónarmiði. sem ef til vill reynist óhjákvæmi- legt að taka tillit til. Þó hlýtur það að skipta launþegahreyfing- una miklu máli, þegar hún íhugar þessi mál í heild, að hlutur laun- þega hefur síður en svo verið bor- inn fyrir borð við skiptingu þjóð- artekna á undanförnum árum. Hefur hlutur þeirra sjaldan eða aldrei verið meiri. Þá hlýtur hún að taka tillit til þess, að stefnt er að því að tryggja fulla atvinnu í landinu. Slíka tryggingu er ekki unnt að veita, ef til almennra launahækkana kemur, LOKAORÐ. Sú röksemd ríkisstjórnarinnar, að allur almenningur verði að taka á sig sinn hluta þeirrar byrði, sem skapast vegna minnk- andi þjóðartekna er óneitanlega eftirtektarverð. Miklar deilur hafa og hingað til staðið um tekjuskipt- inguna. Með tillögum sínum hefur ríkisstjórnin leitazt við að halda þeim hlutföllum í tekjuskipting- unni, sem mótazt hafa á undan- förnum árum. Augljóst er, að at- vinnuvegirnir geta ekki tekið á sig meiri byrðar en einstakir hóp- ar þjóðarinnar, og raunar eru þeir verr undir það búnir að taka á sig nokkrar byrðar en flestir hóp- ar einstaklinga. Harðvítug kjara- barátta gæti valdið slíku tjóni, eins og málum er nú háttað, að það verði seint eða aldrei bætt. Hins vegar er ekki ósennilegt, að unnt verði, eftir fáeina mánuði, að bæta almenningi þá kjararýrn- un, sem ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar leiða af sér. Ástæða er til að ætla, að verðlag helztu útflutn- ingsafurðanna hækki snemma á næsta ári. Auðvitað veltur mikið á aflabrögðum, en um þau getur enginn spáð með vissu. HÚSGÚGN FRÁ DKKUR ERU VIÐURKENND FYRIR GÆÐI, sýnum húsgögn Á 2 hceðum Bólstrun Harðar Péturssonar Laugaveg 58, sími 13896
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.