Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 7
FRJÁLS VERZLUN
7
verði með hliðsjón af ríkjandi
ástandi. Hann telur þó nauðsyn-
legt, að atvinnuvegirnir verðiefld-
ir, og er það einig á stefnuskrá
stjórnarflokkanna, sem hafa lýst
yfir þeirri stefnu sinni að tryggja
fulla atvinnu í landinu, þrátt fyr-
ir minnkandi þjóðartekjur. í sam-
ræmi við þá stefnu sýnist óhjá-
kvæmilegt, að ríkissjóði verði
tryggðar nauðsynlegar tekjur. Al-
þýðubandalagið hefur lagtáherzlu
á nokkrar sparnaðartillögur, sem
eruþess eðlis, að um þær er naum-
ast unnt að taka ákvarðanir í sam-
bandi við afkomu ríkissjóðs. Þess-
ar tillögur fjalla um fækkunsendi-
ráða á Norðurlöndum og niðurfell-
ingu útgjalda vegna þátttöku ís-
J.ands í NATO. Eru þessar tillögur
svo nátengdar utanríkisstefnu
landsins, að þær verða vart rædd-
ar að gagni nema í ítarlegum um-
ræðum um utanríkis- og öryggis-
mál þjóðarinnar. Væri óeðlilegt
að blanda þeim málum saman við
afgreiðslu fjárlaga og umræður
um ráðstafanir í efnahagsmálum.
Ályktun skyndiráðstefnu ASÍ til
undirbúnings viðræðna við ríkis-
stjórnina er einhliða samþykkt,
eingöngu byggð á sjónarmiði
verkalýðsfélaganna, sjónarmiði.
sem ef til vill reynist óhjákvæmi-
legt að taka tillit til. Þó hlýtur
það að skipta launþegahreyfing-
una miklu máli, þegar hún íhugar
þessi mál í heild, að hlutur laun-
þega hefur síður en svo verið bor-
inn fyrir borð við skiptingu þjóð-
artekna á undanförnum árum.
Hefur hlutur þeirra sjaldan eða
aldrei verið meiri. Þá hlýtur hún
að taka tillit til þess, að stefnt er
að því að tryggja fulla atvinnu í
landinu. Slíka tryggingu er ekki
unnt að veita, ef til almennra
launahækkana kemur,
LOKAORÐ.
Sú röksemd ríkisstjórnarinnar,
að allur almenningur verði að
taka á sig sinn hluta þeirrar
byrði, sem skapast vegna minnk-
andi þjóðartekna er óneitanlega
eftirtektarverð. Miklar deilur hafa
og hingað til staðið um tekjuskipt-
inguna. Með tillögum sínum hefur
ríkisstjórnin leitazt við að halda
þeim hlutföllum í tekjuskipting-
unni, sem mótazt hafa á undan-
förnum árum. Augljóst er, að at-
vinnuvegirnir geta ekki tekið á
sig meiri byrðar en einstakir hóp-
ar þjóðarinnar, og raunar eru þeir
verr undir það búnir að taka á
sig nokkrar byrðar en flestir hóp-
ar einstaklinga. Harðvítug kjara-
barátta gæti valdið slíku tjóni,
eins og málum er nú háttað, að
það verði seint eða aldrei bætt.
Hins vegar er ekki ósennilegt,
að unnt verði, eftir fáeina mánuði,
að bæta almenningi þá kjararýrn-
un, sem ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar leiða af sér. Ástæða er til
að ætla, að verðlag helztu útflutn-
ingsafurðanna hækki snemma á
næsta ári. Auðvitað veltur mikið
á aflabrögðum, en um þau getur
enginn spáð með vissu.
HÚSGÚGN FRÁ DKKUR ERU VIÐURKENND FYRIR GÆÐI,
sýnum húsgögn Á 2 hceðum
Bólstrun Harðar Péturssonar Laugaveg 58, sími 13896