Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERZLUN ÞJÓÐMÁL Semjum einir Farsœlast íyrir íslendinga að semja sjálíir við markaðs- bandalögin í Evrópu, — segir Eysteinn Jónsson í viðtali við F.V. F.V. Hver eru aS ySar dómi helztu vandamálin. sem nú blasa viS í íslenzku efnahagslífi? E. J.: Eigi að svara þessu í ör- stuttu máli, mundi ég segja það helzt, að áður en verðfallið skall á, var atvinnurekstur landsmanna í þýðingarmiklum greinum kom- inn á uppbætur í ýmsu formi, en endurgjald fyrir algenga dag- vinnu samt þannig, að óhugsandi var að komast af með það, miðað við húsnæðiskostnaðinn. Ofan á þetta bættist, að verðlagi var haldið niðri á þessu ári á mörg- um vörum og er enn til bráða- birgða með aukningu niður- greiðslna, sem Seðlabankinn er nú látinn leggja til, því að þaðan eru teknir peningar í halla ríkis- sjóðs. Framlag ríkissjóðs til þjónustu- framkvæmda er mjög skorið nið- ur og vanskilahald á nálega hverj- um framkvæmdalið fjárlaganna. Þetta lá fyrir strax í fyrravetur og raunar miklu fyrr. Síðan kom svo verðfall afurða á þessu ári og minnkandi síldarafli, svo að á- standið er vægast sagt geigvæn- legt, enda riða heilar atvinnu- greinar til falls, svo að ekki sé talað um mýmörg heilbrigð, ein- stök fyrirtæki, sem alls ekki mega missa sig. F. V.: Hverjar teljið þér megin- orsakir þessara vandamála? E. J.: Alveg röng stjórnarstefna og rangar hagstjórnaraðferðir, sem eru svo fjarri því að stöðva verðbólguna og skapa heilbrigð- an grundvöll í atvinnulífinu, að verðbólgan hefur vaxið miklu hraðar en fyrr, og atvinnuvegirnir komust á uppbætur eða í stór- vanda, þrátt fyrir síhækkandi verðlag og aflamok. Reynt hefur verið að lækna öll mein með ráðstöfunum í peninga-, lána- og vaxtamálum, sem hafa haft í för með sér lamandi rekst- ursfjárskort og hækkandi kostnað fyrir íslenzk fyrirtæki og hefur eðlilegum og heilbrigðum rekstri raunar ekki verið komið við útaf þessu árum saman. Reynslan sýndi, hvernig komið var í fyrra- vetur, áður en verðfallið hófst á útflutningsvörunum, en auðvitað keyrir um þverbak, þegar það kemur til ofan á hitt. En hefði skynsamlega og farsællega verið á haldið, hefði atvinnulífið átt að vera vel undir það búið að þola mótgang eins og þann, sem við eigum nú að mæta. En það er nú öðru nær. F.V.: Hvemig teljið þér bezt, að þing og stjóm snúist við þess- um vandamálum? E. J.: Ég tel ástandið svo alvar- legt, að endurskoða verður þjóð- arbúskapinn frá rótum. Endur- reisn íslenzks atvinnulífs er þar aðalatriðið. Ríkisvaldið verður að taka upp miklu nánara samstarf við einkaframtak og félagsfram- tak en nokkru sinni hefur áður þekkzt hér á landi. Endurskoða verður í slíku samstarfi hverja atvinnugrein fyrir sig og kryfja til mergjar, hvað gera þarf til þess, að hún njóti sín sem bezt. Finna hvers þarf með. Vantar rekstursfé, vélar eða tæki, er skipulagi áfátt o. s. frv.? Beita síðan ríkisvaldi, einstaklings- og félagsframtaki til þess að bæta úr. Reisa skynsamlegan áætlunar- búskap á þessum grundvelli. Miða stefnuna í peninga- og lánamál- unum við þarfir atvinnulífsins og þeirra heilbrigðu fyrirtækja, sem þjóðarbúskapurinn verður að Eysteinn Jónsson, form. Framsóknarflokksins: V „Ég tel ástandið svo alvarlegt, að endurskoða verði þjóðarbúskap- inn frá rótum.“ „Erfiðleikana í gjaldeyrismálum verður fyrst og fremst að yfir- vinna með eflingu atvinnulífs- ins . . .“ „ . . . stefna flokksins á fylgi að fagna langt út fyrir raðir þeirra, sem fylgt hafa flokknum fram að þessu.“ >> • • • verðlag hér er orðið í miklu ósamræmi við verðlag í viðskipta- löndum okkar og liggur þetta eins og mara á iðnaði, útflutningsfram- leiðslu, siglingum ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.