Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERZLUN 25 „Svo þú ætlar að biðja um kauphækkun44 Þeir, sem lœra a3 þekkja sjálfan sig og hafa lag á að um- gangast fólk, ná lengst Konráð Adolphsson framkvæmdastjóri Stjórnunar- félags íslands. Þú hefur tekið ákvörðun. Þú stendur fyrir utan dyr húsbónd- ans. Þú hefur loksins safnað nsegilegu hugrekki til að standa andspænis honum. Þú hefur á- kveðið, að það sé kominn tími til að biðja um kauphækkun. Hver munu fyrstu orð þín verða? — Ef þú ert eins og 999 af 1000 manns, munt þú ganga inn og segja húsbónda þínum, hvers vegna þú þarft kauphækkun, og ástæður þínar munu hljóma vel í eyrum þínum: „Ég hef starfað í .... ár. Ég hef ekki fengið kauphækkun í langan tíma. Ég hef keypt mér nýja íbúð. Nýtt barn hefur fæðzt í fjölskylduna,“ o. s. frv. Eru þetta nægilegar ástæður til þess, að þú fáir kauphækkun? Sennilega ekki. Hagkerfið grund- vallast ekki á tilfinningasemi. Þetta þýðir ekki, að þeir menn, sem byggja upp hagkerfið, oghús- bóndi þinn, séu tilfinningalausir. Það er ekki, að hann skilji ekki vandræði þín eða samhryggist þér ekki. En hann þarf einfald- lega betri ástæðu, er kemur heim við bláköld viðskiptalögmál, áður en hann getur íhugað beiðni þína í alvöru. Þetta er það, sem Kenneth MacDonald uppgötvaði, þegar hann sem ungur maður hafðisafn- að nægilegu hugrekki til að biðja um kauphækkun. Hann fékk hana ekki. Honum var sagt upp. En þá komst hann í kynnivið Dale Carnegie-námskeiðið. Þar kynntist hann mikilvægum, nýjum hugmyndum umfólkí viðskiptalíf- inuogumsjálfan sig. Meðalannars lærði hann það, að menn komast ekkert áfram, nema þeir tali með hag viðskiptamanna í huga. Eftir að hann hafði gert þessa upp- götvun, breyttist lífsferill hans. Hann fékk ekki aðeins hverja kauphækkunina á eftir annarri, flestar án þess að biðja um þær, heldur er hann nú forstjóri Ester- brook Pen Co., Camden, New Jersey. En list þess, að biðja um kauphækkun, er aðeins lítill hluti af happasælu viðskiptastarfi. Það eru önnur, miklu mikilvægari undirstöðuatriði, sem þarf að læra. Til þess að þér vegni vel í við- skiptalífinu, þarftu að geta staðið upp og sagt nokkur orð með árangri, komið hugsunum þínum á framfæri við viðskiptavini þína og skapað samvinnu með sam- verkamönnum þínum. Tilgangur þinn er ef til vill nú að fá kauphækkun. En ef þú ert eins og flestir aðrir, þá er framtíðarmarkmið þitt að stefna að betra starfi og hærri launum, og ná eins langt og þú kemst. Dale Carnegie komst að þeirri niðurstöðu, að flestir menn hefðu miklu meiri hæfileika enþeirgera sér grein fyrir. Þeir geta hagnýtt sér þessa eiginleika sína með því að auka sjálfstraust sitt og hæfi- leika til að umgangast aðra og hafa áhrif á gang mála. Hvað finnst þér? Finnst þér, að þú getir tekið að þér ábyrgðar- meira starf, nýtt hæfileika þína betur? HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR. Það getur sýnzt vera lítill munur á þér og þeim, sem þú vinnur með. Samt getur það verið og er svo mikilvægt, að eftir nokkur ár gæti sumt af þessu fólki haft miklu meira 1 tekjur en þú. Flestir reyndir og áhrifa- miklir framkvæmdastjórar eru sammála um það skref, sem marg- ur maðurinn gleymir, þó að hann sé allur af vilja gerður að afla meira fjár og hækka í stöðu. Það skref er að rannsaka ofan í kjöl- inn markmið þín og hæfileika. Eftirfarandi spurningar munu hjálpa þér að gera það. Sumar munu ýta undir þig til að skil- greina markmið þín í smáatrið- um. Aðrar skýra þau skapgerðar- einkenni, er þú þarft að hafa til að ná settu marki. Allar snúast þær um það, hvernig þú getur nýtt þér tekjuöflunarmöguleika þína; hið sama gera svörin. Fyrir alla muni, gáðu ekki að svörunum, fyrr en þú hefur ritað þitt eigið svar við öllum spurn- ingunum. Síðan berðu saman svörin og lest skýringarnar. Svörin eru byggð á 52 ára reynslu Dale Carnegie við að aðstoða fólk eins og þig til að ná settu marki í lífinu. Margir þessara, bæði konur og karlar, eru nú áhrifa- miklir í fyrirtækjum sínum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.