Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 27
FRJALS VERZLUN
27
ir, að þú getur haldið jafnvægi,
þegar á reynir, kemur fram sá
hæfileiki, sem er nauðsynlegur
til að gegna ábyrgðarmiklu og há-
launuðu starfi.
14. NEI. Hlutlaust mat, vilji til
að víkja sínum persónulegu ósk-
um til hliðar, þegar það er fyrir-
tækinu í hag, er mikilvægt og
getur haft úrslitaáhrif á vel-
gengni þína í starfi.
15. NEI. Sveigjanleiki og að
vera opinn fyrir nýjum hug-
myndum, ber vott umsjálfstraust.
Þau gefa til kynna þá hæfileika
að geta lagað sig að breytt-
um aðstæðum. Andúð á breyting-
um almennt er oftast vegna ör-
yggisleysis stjórnandans og van-
trúar á sjálfum sér.
16. NEI. Enginn, er vill komast
áfram, getur komizt undan því
að deila ábyrgð með samstarfs-
mönnum sínum. Hann verður að
geta greint aukaatriði frá aðal-
atriðum, komið smáábyrgð yfir
á aðra til þess að geta helgað sig
aðalskyldustörfum sínum.
17. JÁ. Það er stöðug eftirspurn
eftir mönnum, sem geta notað
þekkingu sína á nýjan, raunhæf-
an hátt. Þeir sýna áhuga sinn á
starfinu og fyrirtækinu með þvi
að reyna nýjar hugmyndir. Slíkir
menn eru ómetanlegir í hverju
fyrirtæki.
18. JÁ. í nútíma viðskiptum,
sérstaklega í stórum fyrirtækjum,
eru vandamál, áætlanir og hug-
myndir ræddar á fundum og
ákvarðanir teknar. Sá, er getur
talað á skýran, öruggan hátt fyrir
máli sínu, vekur athygli og kem-
ur málum sínum í örugga höfn.
19. JÁ. Þessar aðstæður reyna
á sjálfstraust þitt, minni og við-
bragðsflýti og hvernig þú bregzt
við hinu óvænta. Án þessa hæfi-
leika mun þér ganga illa á frama-
braut þinni.
20. JÁ. Þú munthafasamkeppni
um góða stöðu í hvaða fyrirtæki,
sem er. Stöðuhækkun hlýtur sá
maður, er sannar yfirburði sína,
án þess að koma af stað erjum,
er gætu stofnað viðskiptunum í
hættu.
21. JÁ. Eitt mikilvægt atriði í
sölu hugmyndar þinnar, er að láta
í ljós trú þína og sannfæringu á
hugmyndinni. Annað atriðið er
vilji til þess að fara meðalveginn.
Það ber vott um þroskað viðhorf
þitt til málanna.
22. JÁ. Áríðandi er að halda
óánægju í skefjum. Sá, er getur
komizt að rótum óánægjunnar og
gert nauðsynlegar ráðstafanir til
úrbóta, er hæfur að gegna ábyrgð-
arstöðu.
23. JÁ. Sá, er hefur opinn huga
og er fús að ræða við starfsmenn-
ina, vekur traust þeirra. Hann
fær það orð á sig, að vera rétt-
sýnn og skapar með því góðan
anda innan fyrirtækisins. Hann
er í aðstöðu til þess að geta leyst
erfið mál á svipstundu. Slíkur
maður er mikils virði.
24. NEI. Þeir, er koma hlutun-
um í verk, eru ekki einráðir í
viðskiptum við aðra. Þeir stefna
að samstarfi og samvinnu og ná
því með þekkingu sinni á fólki.
Þeir eru fúsir til að veita viður-
kenningu fyrir vel unnið starf.