Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 22
22
FRJÁLS VERZLUN
Loftmynd af skrifstofubyggingu og hóteli Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli.
II.
Sú ákvörðun Kristjáns að nema
lögfræði gjörbreytti lífsferli hans.
Maðurinn, sem ætlaði sér að verða
skáld og fagurkeri, varð fjármála-
maður og umsvifamikill fram-
kvæmdamaður.
Þrátt fyrir, að Kristján Guð-
laugsson innritaðist í lögfræði, af
því að fárra annarra kosta var
völ, kunni hann fljótlega vel við
þá námsgrein og við háskólalífið,
og hið akademíska frelsi. Kristján
er og hefur alltaf verið einarður
maður, sjálfráður og kann illa
þvingunum. Menntaskólanámið
féll honum því illa. En í háskólan-
um fær hann nóg svigrúm, hæfi-
leikar hans njóta sín. Hann tekur
virkan þátt í félagsmálum og
stjórnmálaáhugi hans fer vaxandi.
Hann gengur fyrst í Frjálslynda
flokkinn og síðar í Sjálfstæðis-
flokkinn, og er hatrammur and-
stæðingur kommúnista.
Á háskólaárunum orti hann og
skrifaði greinar 1 Stúdentablaðið.
Skrifaði hann m. a. kunna háð-
grein um þau áhrif, sem styttan
Móðurást hlyti að hafa á yfir-
stjórn bæjarins, en hún stóð um
þær mundir ofan á peningaskáp
bæjarfélagsins í skrifstofu þess.
Kristján skrifaði lipurt og gott
mál og var það því eðlilegt, að
hann var beðinn að taka að sér
ritstjórn ýmissa blaða. Þannig var
hann ritstjóri Vilja, mánaðarrits
æskumanna, árið 1928, Heimdall-
ar og Stefnis, sem voru málgögn
Sjálfstæðismanna, svo og Stúd-
entablaðsins. Auk þess fékkst
hann við þýðingar. Formaður í
Stúdentafélagi Reykjavíkur var
hann í tvö ár.
Kristján hafði því, þegar hann
lauk lagaprófi, öðlazt mikla
reynslu í ritstörfum og félagsmál-
um, og kom þetta honum að góðu
haldi síðar meir. Hann lauk em-
bættisprófi í lögfræði frá Háskóla
íslands 14. júní 1932 með góðri
I. einkunn.
Árið 1933 kvæntist hann Berg-
þóru Brynjúlfsdóttur, tannlæknis
Björnssonar og hefur þeim hjón-
um orðið tveggja bama auðið,
Önnu, sem gift er Hauki Steins-
syni tannlækni og Grétars Bryn-
júlfs hdl., sem veitir forstöðu af-
greiðslu Loftleiða h.f. á Keflavík-
urflugvelli. Er hann kvæntur
Sigríði Þorsteinsdóttur frá Vatns-
leysu í Biskupstungum.
m.
Árið 1934 bauð Kristján sig
fram til þings í Strandasýslu.
Urðu þetta sögulegar kosningar.
Tryggvi Þórhallsson féll, og var
Kristján að nokkru valdur að því.
Hermann Jónasson náði kjöri.
í sambandi við þetta framboð
gerðist einnig leiðindaatburður,
sem átti eftir að valda Kristjáni
nokkrum óþægindum á stjórn-
málaferli hans. Jón Þorláksson,
þáverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, hafði beðið hann að
fara í framboð í Strandasýslu.
Vissi Kristján ekki betur en Jón
talaði fyrir hönd miðstjórnar
flokksins. En þegar hann hefur
haldið nokkra fundi í Stranda-