Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 26
26
FFÍJÁLS VERZLUN
þjóðfélagi. Og nú, þegar þú svar-
ar þessum spurningum, vertu
eins hlutlægur og húsbóndi þinn,
þegar hann yfirvegar beiðni þína
um kauphækkun og lítur yfir
kosti þína og galla. Reyndu að
sjá sjálfan þig með augum ann-
arra.
SPURNINGARNAR.
1. Finnst þér, að menntun,
leikni og reynsla sé nægilegt til
að afla þér meiri tekna?
______Já ________Nei
2. Finnst þér, að þú hafir stað-
ið þig nægilega vel fram aðþessu?
_______Já ______Nei
3. Veiztu, hvað þú vilt fá ílaun
eftir 5 ár? Hversu mikið eftir
það?
______Já ________Nei
4. Hefurðu augastað á einu eða
fleiri störfum, sem mundu veita
þér þessi laun eftir 5 ár héðan í
frá?
_______Já ......Nei
5. Veiztu, hverjar skyldur þín-
ar mundu verða í þessum störf-
um?
______Já ________Nei
6. Hefurðu hugsað út í það,
hversu hátt tilboð mundi þurfa
til þess að fá þig til að skipta um
starf?
......Já ________Nei
7. Finnst þér, að maður á upp-
leið ætti að setja sér árlega það
markmið að læra meira?
______Já ________Nei
8. Hefur þú slíka menntunar-
áætlun nú?
______Já ________Nei
9. Dregur þú ákvarðanir á
langinn vegna þess, að það tekur
þig of langan tíma að ákveða þig
— eða vegna þess, að þú gætir
haft á röngu að standa?
______Já ......... Nei
10. Finnst þér, að þú þurfir að
vera á verði gagnvart samverka-
fólki þínu, því að annars gætir þú
átt á hættu, að missa stöðu þína?
______Já ________Nei
11. Reynirðu að koma ábyrgð-
inni á annan, þegar tilraunir þín-
ar mistakast?
______Já ________Nei
12. Tekur þú óbeðinn að þér
aukaverkefni, þegar þörf gerist?
______Já ________Nei
13. Forðastu ábyrgð, þegar þú
getur?
______Já ________Nei
14. Hafa persónulegar skoðanir
og óskir mikil áhrif á ákvarðanir
þínar?
______Já ________Nei
15. Ertu á móti breytingum?
______Já ________Nei
16. Finnst þér, að þú verðir að
gera allt sjálfur?
______Já ________Nei
17. Ef þú hefðir góða uppá-
stungu, er mundi vera heppileg
fyrir fyrirtæki þitt, mundir þú
segja yfirboðara þínum fráhenni?
______Já ________Nei
18. Þegar þú ert á fundi, læt-
urðu í ljós skoðanir þínar afdrátt-
arlaust og á skýran hátt?
......Já ________Nei
19. Heldurðu jafnvægi, ef þú
ert skyndilega beðinn um að
segja nokkur orð?
______Já ________Nei
20. Ertu harður í samkeppni,
en geturðu samt átt góða sam-
vinnu við keppinautana?
______Já ________Nei
21. Ertu fús að fara meðalveg-
inn?
______Já ________Nei
22. Tekur þú einlægan þátt
í vandamálum annarra?
______Já ________Nei
23. Ertu fús til að hlusta á all-
ar hliðar málsins?
_______Já Nei
24. Ertu einráður í viðskiptum
við aðra?
______Já ........Nei
SVÖR.
1. NEI. Menntun, leikni og
reynsla eru mikilvæg. En í há-
launuðum stöðum er þetta oft not-
að sem tilvitnun. Hæstu launin
fara til þeirra manna, sem hafa
þá hæfileika að koma hlutunum
í framkvæmd og skapa samvinnu.
2. NEI. Fáir þeirra, er viljakom-
ast áfram, eru ánægðir með það.
sem þeir hafa gert. Þeir eru allir
með hugann við það, sem þeir
ætla að gera og hvernig.
3. JÁ. Að velja sér ákveðið
markmið, skýrir hugann og gefur
þér eitthvað ákveðið að stefna að.
4. JÁ. Þú verður að vita hvaða
laun eru greidd í starfsgreinum.
Án þessara upplýsingaertustefnu-
laus.
5. JA. Með þessari þekkingu
ertu að stefna að ákveðnu marki.
6. JA. Með þessari ákvörðun,
sem endurskoðuð væri með stuttu
millibili, ertu í betri samningsað-
stöðu.
7. JÁ. Aukin þekking á starfi
þínu gerir starfið léttara og
skemmtilegra. Þessi þekking,
ásamt nýjum áhugamálum, gerir
þig hæfari einstakling.
8. JÁ. Þú munt ná takmarki
þínu skjótar, því fyrr sem þú
gerir slíka áætlun.
9. NEI. Sá maður, er á eríitt
með að taka ákvarðanir og óttast
afleiðingar þeirra, veldur glund-
roða og vantrú. Hann fær það
orð á sig, að hann geti ekki stað-
ið á eigin fótum. Ekkert fyrirtæki
vill taka þá áhættu að ráða slíka
menn í ábyrgðarstöðu.
10. NEI. Kvíði í þessum efnum
ber vott um skort á sjálfstrausti,
og hæfileikar þínir fá ekki notið
sín. Þetta kemur í veg fyrir eðli-
lega stöðuhækkun.
11. NEI. Að geta tekið á sig
ábyrgð, er kostur, sem yfirboðarar
þínir kunna að meta og starfs-
fólk þitt virðir. Þeir vita, að þeir
geta reitt sig á þig, þegar með
þarf. Þegar tilraun mistekst, þá
tekur góður stjórnandi hiklaust
á sig ábyrgðina og öðlast þannig
velvild samstarfsmanna sinna.
12. JÁ. Sá, er býður aðstoð
sína að fyrra bragði, vekur at-
hygli og eftirtekt. Það, sem er
jafnvel mikilvægara, er, að hann
sýnir, að hann er tilbúinn að
leggja á sig aukavinnu, ef með
þarf, og þar með gnæfir hann yf-
ir fjöldann.
13. NEI. Hvenær, sem þú sýn