Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 6
6
FRJÁLS VERZLUM
Tekið í faumana
Aðeins ríkisstjórnin hefur lagt fram einhverjar tillögur til að mœta efna-
hagsvandanum
Tillögur ríkisstjórnarinnar til
efnahagsaðgerða hafa nú verið
lagðar fram. Meginatriði þeirra er
að tryggja ríkissjóði nægilegt fé
til þeirrar starfsemi, sem hann
stendur undir. Fylgt er í meginat-
riðum þeirri stefnu, sem ríkis-
stjórnin hefur fylgt, síðan hún
kom til valda. Leitazt er við að
forðast almennar vöruverðshækk-
anir og aukinn framleiðslukostnað
atvinnuveganna. Og í samræmi
við þá tollalækkunarstefnu, sem
hefur verið ríkjandi, er fjárskorti
ríkissjóðs ekki mætt með tolla-
hækkunum.
Tillögur ríkisstjórnarinnar eru,
eins og kunnugt er, fólgnar í
lækkun niðurgreiðslna á vöru-
verði, niður í það, sem þær voru
í ágústmánuði 1966. Þá er gert
ráð fyrir sérstöku gjaldi á far-
miða með flugvélum og skipum í
ferðum til útlanda. Mat fasteigna
við álagningu tekjuskatts skal
hækka. Lagður verði söluskattur
á þjónustu pósts og síma, svo og
afnotagjöld hljóðvarps og sjón-
varps. Iðgjöld almannatrygginga
og sjúkrasamlaga skulu hækka,
svo og hitaveitugjöld.
VÍSITALAN.
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því,
að hækkanir, sem verða á vísitölu
framfærslukostnaðar, leiði ekki
ósjálfrátt til launahækkana, eins
og samningar gera ráð fyrir. Sam-
kvæmt núgildandi vísitölu hækk-
ar framfærslukostnaðurinn um
7.53% við þær ráðstafanir, sem
ríkisstjórnin vill, að gerðar verði.
Þá hefur verið reiknuð út ný vísi-
tala framfærslukostnaðar, sem
ætlazt er til að taki gildi, og
er hækkun framfærslukostnaðar
samkvæmt henni 4.38%. Er í
frumvarpinu lagt til, að kaup-
greiðsluvísitalan, sem gildir fyrir
tímabilið 1. september 1967 til 30.
nóvember 1967, verði látin gilda
óbreytt í þrjá mánuði áfram, eða
til 29. febrúar 1968. Þann 1. marz
1968 gangi hins vegar í gildi ný
kaupgreiðsluvísitala, byggð á hin-
um nýja vísitölugrundvelli og með
grunni í janúar 19G8. Á kaupupp-
bót framvegis að greiðast eftir
henni með sama hætti og á und-
anförnum árum. Kaupuppbótþessi
á að greiðast ofan á grunnkaup og
kaupuppbót samkvæmt núgild-
andi greiðslu vísitölu, sem frá og
með 1. marz n. k. á að bætast við
grunnlaun og framvegis teljast
hluti þeirra.
ENGAR SKATTA- OG TOLLA-
HÆKKANIR.
Tillögur ríkisstjórnarinnar voru
lagðar fyrir Alþingi í þingbyrjun.
Farið hafði verið mjög leynt með
þær innan stjórnarflokkanna.
Höfðu tillögurnar verið í fræðileg-
um undirbúningi hjá Efnahags-
stofnuninni og til meðferðar inn-
an ríkisstjórnarinnar. Ýmsar aðrar
leiðir voru taldar koma til álita.
Almenn söluskattshækkun var
lengi til umræðu. Hins vegar var
talinn á henni sá annmarki, að
henni mundi fylgja almenn vöru-
verðshækkun og meiri hætta á
víxlverkunum kaupgjalds ogverð-
lags en fylgdi þeim aðgerðum, sem
ríkisstjórnin hefur nú lagt til. Al-
menn söluskattshækkun hefði
heldur ekki gefið ríkisstjórninni
minnsta svigrúm til samninga við
launþegahreyfinguna, ef þeirra
yrði óskað. Þá hefði almenn sölu-
skattshækkun haft í för með sér
meiri aukningu á framleiðslu-
kostnaði atvinnuveganna en áður-
nefndar ráðstafanir. Tollahækk-
anir á ýmsum ,,lúxusvarningi“
voru taldar brjóta í bága við tolla-
lækkunarstefnu ríkisstjórnarinn-
ar. Ákvörðunin um lækkun niður-
greiðslna byggðist svo á því sjón-
armiði, að launþegar hefðu á und-
anförnum árum fengið svo stóran
skerf aukinna þjóðartekna, að
þeim mundi unnt að taka á sig
nokkrar byrðar vegna ráðstafana,
sem óhjákvæmilegar eru.
Ríkisstjórnin hefur ekki enn
lagt fram tillögur um aðstoð við
sjávarútveginn eða einstaka þætti
hans, umfram það, að haldið verð-
ur áfram þeirri aðstoð, sem samið
var um á s. 1. ári. Hefur ríkis-
stjórnin ekki talið rétt að gera
ákve'ðnar tillögur að svo stöddu
um frekari ráðstafanir vegna sjá-
varútvegsins, enda eftir að sjá,
hvernig fyrrgreindum tillögum
hennar reiðir af og hvaða áhrif
þær kunna að hafa á gerðir laun-
þegahreyfingarinnar. Þá er það
augljóst, að ríkisstjórnin telur, að
aðstaða sjávarútvegsins muni á
næstu mánuðum fara batnandi á
mörkuðum erlendis, en auðvitað
er óvíst, hvernig aflabrögðin verða
á komandi ári.
VIÐBRÖGÐ.
í umræðum á Alþingi hefur
stjórnarandstaðan snúizt öndverð
gegn tillögum ríkisstjórnarinn-
ar. Framsóknarflokkurinn hef-
ur ekki enn lagt fram gagn-
tillögur í smáatriðum og ekkert
frumvarp látið frá sér fara um
efnahagsmálin. Tillögur þær, sem
komið hafa fram í ræðum þing-
manna Framsóknarflokksins, eru
allar mjög almennt orðaðar og erf-
itt er að átta sig á því, hvað flokk-
urinn raunverulega vill, að gert