Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 28
za tRjáls Verzlun VERZLUN ARMENN „CÓDUR SÖLUMADUR ER VERÐUR ÞYNGDAR SINNAR j CULLI" Rœtt vi3 reyndan sölumann um starí hans og kröfur þœr, sem gerðar eru til góðra sölumanna Steinberg Jónsson hefur starfað að sölumennsku í samfleytt 26 ár og býr því orðið yfir mikilli reynslu í starfi og þekkingu á mönnum og málefnum, enda hef- ur hann heimsótt hvern einasta stað úti á landi, þar sem einhver verzlun er. Auk þess starfar hann inn á milli að sölumennsku í Reykjavík. F.V. hafði áhuga á að kynna sölumannsstarfið, sem er nú orð- ið þýðingarmeira og skipulegri þáttur í íslenzkri verzlun en áður. Sérstök sölumannadeild var stofn- uð innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur á s.l. ári. Þáerugerð- ar meiri kröfur en áður til þekk- ingar og verkkunnáttusölumanna, og er sölumennska nú nær ein- göngu stunduð af atvinnumönn- um, en var áður allmikið í hönd- um íhlaupamanna. LANGUR SÖLUMANNSFERILL. Steinberg Jónsson hafði verið háseti á m/s Lagarfossi, en meiðzt og orðið að fara í land. Um það leyti var auglýst eftir manni til útkeyrslu á vörum hjá Jóhanni Karlssyni & Co. og sótti Stein- berg um starfið, ásamt allmörgum öðrum og fékk vinnuna. Hann var þó ekki lengi við aksturinn, því að hann var gerður að sölu- manni um það bil viku eftir að hann réðst til Jóhanns Karlssonar. Söluvaran var aðallega fram- leiðsla Jóhanns Karlssonar & Co., tjöld og svefnpokar, en einnig nokkuðaf innfluttum vörum. Eftir þriggja ára störf hjá Jóhanni Karlssyni fór Steinberg til Er- lendar Blandon h.f. og vann þar við sölu á innfluttum vörum, að- allega búsáhöldum og glervöru. Frá Erlendi Blandon h.f. lá leiðin til Eiríks Sæmundssonar & Co. Steinberg Jónsson viðLand-Rover- bifreið sína. Þar féll það í hlut Steinbergs að annast sölu á innlendum leikföng- um og gipsvarningi, sem búinn var til hérlendis. Þetta var á tím- um gjaldeyrisskorts og innflutn- ingshafta, og segir Steinberg, að þessi vara mundi ekki vera boð- leg á markaðnum lengur. Síð- an hóf Steinberg starf hjá Har- aldi Árnasyni h.f. og jafnframt hjá Prjónastofunni Iðunni. í stað þess að fá fast mánaðarkaup réði Steinberg sig nú til starfa gegn ákveðnu prósentugjaldi af allri seldri vöru. HVAÐA KRÖFUR GERIR STARFIÐ? F.V. spurði Steinberg fyrst, hvaða kröfur starfið gerði til góðs sölumanns. — Það krefst þess fyrst og fremst, að litið sé á það sem þjón- ustu. Þessa þjónustu er ekki unnt að veita á fullnægjandi hátt nema sölumanninum takist að afla sér fullkomins trausts viðskiptavinar- ins, Sölumaðurinn þarf að sýna, að hann standi við það, sem hann lofar. Hann þarf að hafa góða vöruþekkingu, þannig að hann geti leiðbeint kaupmanninum í vali hans, ef nauðsyn krefur. Þess vegna þarf hann að geta sagt kost og löst á vörunni, sem hann er að bjóða. Eins og starfinu er nú háttað, útheimtir það orðið góðrar mennt- unar sölumannsins, helzt verzlun- arskólamenntunar eða hliðstæðr- ar þekkingar. Framkoma sölu- mannsins verður að bera þess merki, að hann sé enginn vand- ræðamaður, og viðmót hans verður að auka traust viðskipta- vinarins. Góður sölumaður þarf einnig að vera brot af sálfræðingi. Hann þarf að geta sett sig inn í hugsanagang viðskiptavinarins til að treysta samband sitt við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.