Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 40
4D FR'JÁLS VERZLUNl IÐNAÐUR Könnun ■ fataiðnaðinum Nokkurra erfiðleika hefur gætt í fataiðnaðinum. Innflutningur til- búins fatnaðar hefur aukizt úr rúmum 30 milljónum króna árið 1961 í rúmar 200 milljónir á s. 1. ári. Mörg gamalgróin fyrirtæki hafa hætt framleiðslu í greininni. Nokkur ný hafa verið stofnuð. Ef litið er yfir heildina, hefur fjöldi starfsfólks í fataiðnaðinum ekki minnkað undanfarin ár, þótt ótrú- legt sé. Framleiðendur telja aukningu rekstursfjármagns hafa úrslita- áhrif, bannig að hægt sé að veita kaupmönnum lengri lánsfrest. Hráefnistollar verði lækkaðir og komið sé í veg fyrir undirboð. Bædd er stofnun tízkuráðs, sam- eiginleg auglýsingaherferð, mark- aðsleit erlendis og kaupstefnur. Þetta kemur m. a. fram í ný- legri könnun Félags íslenzkra iðn- rekenda á ástandinu í fataiðnað- inum og viðtali F.V. við Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóra Spörtvers h.f., fyrirtækis, sem vakið hefur athygli fyrir vin- sæla karlmannafataframleiðslu og kröftugan rekstur. KÖNNUNIN var gerð í maí s.l. Spurningalisti var lagður fyrir forstöðumenn 21 fyrirtækis í fata- iðnaðinum innan F.Í.I. Hér er því um að ræða allgott úrtak, og gefa svörin haldgott yfirlit um ástand og horfur í greininni. Þá var óskað eftir ábendingum til styrktar sam- keppnisaðstöðunni. STABFSMANNAFJÖLDI. Slysa- tryggðar vinnuvikur gefa til kynna breytingarnar á starfs- mannafjölda. Frá árinu 1960—’64 varð um stöðuga aukningu að ræða, að undanskildu árinu 1961. Samkvæmt þessu hefur því tala starfsfólks í fataiðnaði hækkað á þessum árum. Þegar könnunin fór fram lágu hins vegar ekki fyrir tölur um ár- ið 1965. Samkvæmt upplýsingum, sem F.V. aflaði hjá Hagstofunni, eru slysatryggðar vinnuvikur á ár- inu 1965 um 49 þúsund. Hér er um lækkun að ræða, eins og gera mátti ráð fyrir vegna aukins sam- dráttar frá og með því ári. Slysatryggðar vinnuvikur 1960—1964: 1960 ......... 42.659 1961 ......... 41.675 1962 ......... 42.314 1963 ......... 48.771 1964 ......... 54.237 INNFLUTNINGURINN var að verulegu leyti gefinn frjáls árið 1960, og mun algjört innflutnings- frelsi hafa komið til framkvæmda á árunum 1964 og 1965. Allt frá því, er innflutningsfrelsið tekur að aukast, stóreykst innflutningur fatnaðar; úr 30.1 millj. króna árið 1961 í 205.9 millj. króna árið 1966. Innflutningur fatnaðar 1961—’66. 1961 . . . . 30,1 millj. kr. 1962 ........ 63,8 — — 1963 ....... 101,0 — — 1964 ....... 139,1 — — 1965 ....... 157,2 — — 1966 ....... 205,9 — — LAUNAHÆKKANIR. Mikil launahækkun hefur orðið á kaup- töxtum kvenfólks í verksmiðju- iðnaði á tímabilinu 1961—1967. Hæsti mánaðarkaupstaxti kven- fólks í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Rvík hefur hækkað á árunum 1961—’67 úr krónum 3.851,00 í kr. 9.137,00 eða um 137%. Auk hækk- „PELL0S" SPÓNAPLÖTUR „N0RLITE" PLASTPLÖTUR ÞILJUR og PLÖTUR ÚR PLASTI. FLESTAR GERÐIR AF ÞILPLÖTUM HRÓBERG s.f. SKEIFAN 3 SÍMAR 30800, 33840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.