Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 43
IFRJÁLS VERZLLJN
43
AUGLÝSINGAR
Sjónvarpsauglysingar
Því fer fjarri, að íslenzkir kaupsýslumenn hafi enn skilið
áhrifamótt sjónvarpsauglýsinga, enda er aðstaðan til
að gera þœr slœm, en á því er enginn vafi, að sjónvarps-
auglýsingar eru áhrifaríkar og verða varanlegur þáttur
í íslenzku viðskiptalífi innan tíðar.
Þegar vöruframboð er meira en
eftirspurn og við bætist mikil fjöl-
breytni vörutegunda, verður það
deginum Ijósara, að seljendur
ákveðinnar vöru þurfa að geta
sýnt kaupendum fram á kosti
hennar, eigi hún að seljast í ein-
hverjum mæli. Þannig eru aug-
lýsingar til orðnar og þannig hef-
ur æ oftar mátt rekja velgengni
einstakra vörutegunda til auglýs-
ingaáhrifa. Um þetta eru flestir
sammála, og hversu ótrúlega, sem
það annars kann að hljóma, er það
þó óvéfengjanlegt, að auglýsingar
eru orðnar ómissandi, bæði selj-
endum og kaupendum.
190—200 millj. króna. Þessi
staðreynd er engum dulin, ekki
heldur íslendingum, því að sam-
kvæmt niðurstöðum greinar, sem
birtist í fyrsta tölublaði Frjálsr-
ar verzlunar á þessu ári, eyða
þeir 190—200 milljónum króna
árlega til hvers kyns aug-
lýsinga. íslendingar hafa því ber-
sýnilega gert sér ljóst hið mikla
gildi auglýsinga, en því er hins
vegar ekki að leyna, að mikið
vantar á, að auglýsendur átti sig
á eðli þeirra og því hefur fjár-
magninu, sem áður var nefnt, að
mestu verið sóað og það engan
veginn skilað tilætluðum árangri.
Frekari upplýsingar um þessi
atriði er að finna í áðurnefndri
grein F.V.
Fjölmiðlunartækin hafa eðlilega
valizt til opinberunar flestra þess-
ara auglýsinga. Blöð og hljóðvarp
hafa um árabil byggt afkomu sína
að hluta á tekjum þeim, sem aug-
lýsingar hafa fært þeim. Nú hafa
þau tíðindi gerzt, að í hópinn hef-
ur bætzt nýr aðili, sem er íslenzkt
sjónvarp, og er sá engu ómerkari
en hinir tveir. Rúmt ár er liðið,
síðan sjónvarpið hóf starfsemi
sína og sannast sagna hefur hlut-
ur þess í flutningi auglýsinga ver-
ið mun minni til þessa en ráð var