Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 58
5B FRJÁLS VERZLUN VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Umsjón: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Breytingar á námstilhögun og tímaf jölda Við upphaf þessa skólaárs voru gerðar allverulegar breytingar á stundaskrá skólans. Meginbreyt- ingin er í því fólgin, að nú er kennt sex kennslustundir á degi hverjum. Tvær fyrstu kennslu- stundirnar eru 45 mín. hvor, en fjórar þær seinni eru 40 mín. hver. Kennsla í árdegisdeildum er því lokið kl. 13.00, en í siðdegis- deildum kl. 18.15. Á laugardögum mæta árdegisdeildirnar kl. 8.00 og eru í þrjá tíma eða til kl. 10.35. Síðdegisdeildirnar mæta síðan kl. 10.50 og eru til kl. 13.00. Með þessu leggst síðdegiskennsla á laug- ardögum niður fyrir fullt og allt, en það hefur verið mikið hags- munamál bæði nemenda og kenn- ara, að svo mætti verða. Framangreindar breytingar á stundaskrá hafa einnig gefið tæki- færi til annara breytinga. Ber þar fyrst að nefna, að vélritunartím- arnir hafa verið settir inn á töfl- una þannig, að nemendur þurfa ekki að koma sérstaklega í skól- ann vegna beirra. Er hér um veru- lega framför að ræða, því að það hefur skapað nemendum mikið ó- hagræði að þurfa að koma í skól- ann eingöngu vegna vélritunar á öðrum tímum en er almenn kennsla fer fram. Til þess að fullnýta kennslu- tíma í 4. bekk, en þar er aðeins einn vélritunartími í stað tveggja til þriggja í 1., 2. og 3. bekk, hef- ur verið ákveðið að koma á föstu vikulegu fyrirlestrahaldi. Fyrir- lestra þessa munu ýmsir kaup- sýslumenn og hagfræðingar halda um verzlun og viðskipti. Almennt gera menn sér miklar vonir um þessa starfsemi, sem gefur mögu- leika til meiri fjölbreytni í námi. Búizt hafði verið við að kennsla í Lærdómsdeild yrði öll árdegis eftir þessa gagngeru breytingu, en svo varð ekki raunin á. Enn þarf 5. bekkur að vera einn dag í viku eftir hádegi. Má það teljast slíkt ófremdarástand, að varla verður við unað öllu lengur, sérstaklega með tilliti til þess, að 5. bekkur er til muna erfiðasti bekkur skól- ans. Þar sem einsett er í stofur 6. bekkjar, sem er í risi gamla skóla- hússins, gafst tækifæri til að fjölga kennslutímum þar í þrem Föstudagurinn 27. janúar s. 1. markaði tímamót í félagslífi V.í. Þann dag var Nemendafélag V.í. stofnað. Áður en þessi breyting var gerð, var Málfundafélag V.í. aðalfélagið í skólanum. Með aukn- um nemendafjölda, sem nú er 590, óx félagslífið í skólanum og var á vegum Málfundafélagsins margs konar starfsemi, sem ekki sam- rýmdist tilgangi þess. Auk þessa vantaði tilfinnanlega yfirstjórn á félagslífinu. Þess vegna var Nem- endafélag stofnað, svo og embætti Forseta. Starfar Málfundafélagið nú innan Nemendafélagsins. Hér erþví um víðtæka skipulagsbreyt- ingu á félagslífinu að ræða. Yfir- stjórn félagslífsins samkvæmt hinu nýja skipulagi er þannig: greinum: íslenzku, þýzku og nátt- úrufræði. Á undanförnum árum hefur mikið verið kvartað undan því, hve erfitt hefur reynzt að komast yfir námsefnið í þessum þremur greinum, og var því al- mennt álitið, að tímaaukning þessi yrði til almenns hagræðis, bæði nemendum og kennurum. En nú virðist sem nota eigi þessa tímaaukningu til þess að auka námsefnið enn til muna í þessum greinum. Telja því flestir, að hér sé um hreina afturför að ræða. Rétt er að geta þess, að tímaaukn- ing þessi olli hækkun áskólagjöld- um í Lærdómsdeild úr kr. 6000 í kr. 6500. Forseti N.F.V.f. Féhirðir N.F.V.Í. Formaður Málfundafél. V.í. Formaður Skemmtinefndar. Ritstjóri Viljans. Meðstjórnendur eru: Formaður Listafélags V.f. Förmaður Klúbbasambands. Verzlunarskólinn hefur haft orð á sér fyrir blómlegt félagslíf. Það er vonandi, að svo verði einnig í framtíðinni, því að nemendur sækja þangað mikinn þroska og reynslu, svo að ekki sé vísað til Hávamála: ,,maður er manns gam- an“. Félagslíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.