Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 58

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 58
5B FRJÁLS VERZLUN VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Umsjón: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Breytingar á námstilhögun og tímaf jölda Við upphaf þessa skólaárs voru gerðar allverulegar breytingar á stundaskrá skólans. Meginbreyt- ingin er í því fólgin, að nú er kennt sex kennslustundir á degi hverjum. Tvær fyrstu kennslu- stundirnar eru 45 mín. hvor, en fjórar þær seinni eru 40 mín. hver. Kennsla í árdegisdeildum er því lokið kl. 13.00, en í siðdegis- deildum kl. 18.15. Á laugardögum mæta árdegisdeildirnar kl. 8.00 og eru í þrjá tíma eða til kl. 10.35. Síðdegisdeildirnar mæta síðan kl. 10.50 og eru til kl. 13.00. Með þessu leggst síðdegiskennsla á laug- ardögum niður fyrir fullt og allt, en það hefur verið mikið hags- munamál bæði nemenda og kenn- ara, að svo mætti verða. Framangreindar breytingar á stundaskrá hafa einnig gefið tæki- færi til annara breytinga. Ber þar fyrst að nefna, að vélritunartím- arnir hafa verið settir inn á töfl- una þannig, að nemendur þurfa ekki að koma sérstaklega í skól- ann vegna beirra. Er hér um veru- lega framför að ræða, því að það hefur skapað nemendum mikið ó- hagræði að þurfa að koma í skól- ann eingöngu vegna vélritunar á öðrum tímum en er almenn kennsla fer fram. Til þess að fullnýta kennslu- tíma í 4. bekk, en þar er aðeins einn vélritunartími í stað tveggja til þriggja í 1., 2. og 3. bekk, hef- ur verið ákveðið að koma á föstu vikulegu fyrirlestrahaldi. Fyrir- lestra þessa munu ýmsir kaup- sýslumenn og hagfræðingar halda um verzlun og viðskipti. Almennt gera menn sér miklar vonir um þessa starfsemi, sem gefur mögu- leika til meiri fjölbreytni í námi. Búizt hafði verið við að kennsla í Lærdómsdeild yrði öll árdegis eftir þessa gagngeru breytingu, en svo varð ekki raunin á. Enn þarf 5. bekkur að vera einn dag í viku eftir hádegi. Má það teljast slíkt ófremdarástand, að varla verður við unað öllu lengur, sérstaklega með tilliti til þess, að 5. bekkur er til muna erfiðasti bekkur skól- ans. Þar sem einsett er í stofur 6. bekkjar, sem er í risi gamla skóla- hússins, gafst tækifæri til að fjölga kennslutímum þar í þrem Föstudagurinn 27. janúar s. 1. markaði tímamót í félagslífi V.í. Þann dag var Nemendafélag V.í. stofnað. Áður en þessi breyting var gerð, var Málfundafélag V.í. aðalfélagið í skólanum. Með aukn- um nemendafjölda, sem nú er 590, óx félagslífið í skólanum og var á vegum Málfundafélagsins margs konar starfsemi, sem ekki sam- rýmdist tilgangi þess. Auk þessa vantaði tilfinnanlega yfirstjórn á félagslífinu. Þess vegna var Nem- endafélag stofnað, svo og embætti Forseta. Starfar Málfundafélagið nú innan Nemendafélagsins. Hér erþví um víðtæka skipulagsbreyt- ingu á félagslífinu að ræða. Yfir- stjórn félagslífsins samkvæmt hinu nýja skipulagi er þannig: greinum: íslenzku, þýzku og nátt- úrufræði. Á undanförnum árum hefur mikið verið kvartað undan því, hve erfitt hefur reynzt að komast yfir námsefnið í þessum þremur greinum, og var því al- mennt álitið, að tímaaukning þessi yrði til almenns hagræðis, bæði nemendum og kennurum. En nú virðist sem nota eigi þessa tímaaukningu til þess að auka námsefnið enn til muna í þessum greinum. Telja því flestir, að hér sé um hreina afturför að ræða. Rétt er að geta þess, að tímaaukn- ing þessi olli hækkun áskólagjöld- um í Lærdómsdeild úr kr. 6000 í kr. 6500. Forseti N.F.V.f. Féhirðir N.F.V.Í. Formaður Málfundafél. V.í. Formaður Skemmtinefndar. Ritstjóri Viljans. Meðstjórnendur eru: Formaður Listafélags V.f. Förmaður Klúbbasambands. Verzlunarskólinn hefur haft orð á sér fyrir blómlegt félagslíf. Það er vonandi, að svo verði einnig í framtíðinni, því að nemendur sækja þangað mikinn þroska og reynslu, svo að ekki sé vísað til Hávamála: ,,maður er manns gam- an“. Félagslíf

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.