Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 15
FRJALS VERZLUN 15 eru mjög hin sömu og annarra fyrirtækja, sem reka hliðstæða starfsemi, verzlun, iðnað og sigl- ingar o. s. frv. Þau stafa af því m. a., að verðlag hér er orðið í miklu ósamræmi við verðlag í við- skiptalöndum okkar og liggur þetta eins og mara á iðnaði, út- flutningsframleiðslu, siglingum o. s. frv. Þá er rekstursfjárskortur mjög tilfinnanlegur, eins og víða annars staðar. Ég fer ekki að end- urtaka það, sem ég hef þegar sagt, um álit mitt á því, hvers vegna svona er komið. Nefna ber í þessu sambandi, að það veldur miklu um reksturs- fjárskort hjá samvinnuhreyfing- unni, að rekstrarlán til landbún- aðar, sem ætluð eru til þess að standa undir verzlun með rekst- rarvörur landbúnaðarins, hafa verið látin standa óbreytt í krónu- tölu síðan 1959, enda þótt rekst- rarvörur hafi margfaldazt í verði. Þetta munar hundruðum milljóna í rekstursfé þeirra, sem reka verzlun með þessar vörur, og þar eru S.Í.S. og kaupfélögin stærstu aðilarnir. F.V.: Hvaða lausn á þessum vandamálum teljið þér heppileg- asta eins og málum er háttað? E. J.: Ég má fullyrða, að þeir sem standa fyrir rekstri Sam- bandsins, gera allt, sem þeir geta, til þess að gera starfsræksluna sem hagfelldasta á öllum sviðum, með því að leita nýrra leiða og skipuleggja rekstui'inn og hag- ræða honum svo sem verða má. En sjálfsagt verður það svo á því heimili eins og annars staðar, að hvernig til tekst, veltur einnig mjög á því, hvernig fer um úr- lausn þeirra erfiðleika í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, sem sverfur nú mjög að. Ég hugsa, að það sýni sig, að í þessu tilliti eru þeir, sem hlið- stæða starfrækslu stunda í sama bát að því leyti, að þeir eiga sitt mjög undir því, hvernig til tekst um stjórn efnahags- og atvinnu- mála. F. V.: Eru tengsl Framsóknar- flokksins við Samband íslenzkra samvinnufélaga að einhverju leyti fjárhagslegs eða viðskipta- legs eðlis, auk þess að vera hug- sjónalegs eðlis? E. J.: Framsóknarflokkurinn er ekki tengdur Sambandi íslenzkra samvinnufélaga viðskiptalega né fjárhagslega, en hugsjónatengsl eru augljós, því að Framsóknar- flokkurinn hefur mi.kla trú á úr- ræðum samvinnunnar og vill, að hún fái að njóta sín eðlilega, og Sambandið er til þess stofnað að vera sverð og skjöldur samvinnu- félaga í landinu. F.V.: Hvort skipar hœrri sess meðal hugsjóna Framsóknar- flokksins samvinnuframtakið eða einstaklingsframtakið? E. J.: Framsóknarflokkurinnhef- ur tröllatrú á samvinnunni og hef- ur sömuleiðis tröllatrú á einstakl- ingsframtakinu. Þetta verður að fara saman í þjóðarbúinu. Ekkert er fjær sanni en að samvinna og einstaklingsframtak séu. andstæð- ur. Þetta sést bezt á því, að ís- lendingar eru þúsundum saman menn einstaklingsframtaks og samvinnu í senn, og með sam- vinnuúrræðum leysa einstakir framtaksmenn vandamál sín í vaxandi mæli. Hvergi eru gleggri dæmi um þetta en á okkar landi, í landbúnaði, sjávarútvegi og ná- lega hvert sem litið er. „HIPKINSW peningaskápar af ýmsum stærðum ..oniiviit- samlagningarvclar Garðar (iislason lik*. HVERFISGÖTU 4-6, SÍMI 115 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.