Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 15

Frjáls verslun - 01.10.1967, Page 15
FRJALS VERZLUN 15 eru mjög hin sömu og annarra fyrirtækja, sem reka hliðstæða starfsemi, verzlun, iðnað og sigl- ingar o. s. frv. Þau stafa af því m. a., að verðlag hér er orðið í miklu ósamræmi við verðlag í við- skiptalöndum okkar og liggur þetta eins og mara á iðnaði, út- flutningsframleiðslu, siglingum o. s. frv. Þá er rekstursfjárskortur mjög tilfinnanlegur, eins og víða annars staðar. Ég fer ekki að end- urtaka það, sem ég hef þegar sagt, um álit mitt á því, hvers vegna svona er komið. Nefna ber í þessu sambandi, að það veldur miklu um reksturs- fjárskort hjá samvinnuhreyfing- unni, að rekstrarlán til landbún- aðar, sem ætluð eru til þess að standa undir verzlun með rekst- rarvörur landbúnaðarins, hafa verið látin standa óbreytt í krónu- tölu síðan 1959, enda þótt rekst- rarvörur hafi margfaldazt í verði. Þetta munar hundruðum milljóna í rekstursfé þeirra, sem reka verzlun með þessar vörur, og þar eru S.Í.S. og kaupfélögin stærstu aðilarnir. F.V.: Hvaða lausn á þessum vandamálum teljið þér heppileg- asta eins og málum er háttað? E. J.: Ég má fullyrða, að þeir sem standa fyrir rekstri Sam- bandsins, gera allt, sem þeir geta, til þess að gera starfsræksluna sem hagfelldasta á öllum sviðum, með því að leita nýrra leiða og skipuleggja rekstui'inn og hag- ræða honum svo sem verða má. En sjálfsagt verður það svo á því heimili eins og annars staðar, að hvernig til tekst, veltur einnig mjög á því, hvernig fer um úr- lausn þeirra erfiðleika í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, sem sverfur nú mjög að. Ég hugsa, að það sýni sig, að í þessu tilliti eru þeir, sem hlið- stæða starfrækslu stunda í sama bát að því leyti, að þeir eiga sitt mjög undir því, hvernig til tekst um stjórn efnahags- og atvinnu- mála. F. V.: Eru tengsl Framsóknar- flokksins við Samband íslenzkra samvinnufélaga að einhverju leyti fjárhagslegs eða viðskipta- legs eðlis, auk þess að vera hug- sjónalegs eðlis? E. J.: Framsóknarflokkurinn er ekki tengdur Sambandi íslenzkra samvinnufélaga viðskiptalega né fjárhagslega, en hugsjónatengsl eru augljós, því að Framsóknar- flokkurinn hefur mi.kla trú á úr- ræðum samvinnunnar og vill, að hún fái að njóta sín eðlilega, og Sambandið er til þess stofnað að vera sverð og skjöldur samvinnu- félaga í landinu. F.V.: Hvort skipar hœrri sess meðal hugsjóna Framsóknar- flokksins samvinnuframtakið eða einstaklingsframtakið? E. J.: Framsóknarflokkurinnhef- ur tröllatrú á samvinnunni og hef- ur sömuleiðis tröllatrú á einstakl- ingsframtakinu. Þetta verður að fara saman í þjóðarbúinu. Ekkert er fjær sanni en að samvinna og einstaklingsframtak séu. andstæð- ur. Þetta sést bezt á því, að ís- lendingar eru þúsundum saman menn einstaklingsframtaks og samvinnu í senn, og með sam- vinnuúrræðum leysa einstakir framtaksmenn vandamál sín í vaxandi mæli. Hvergi eru gleggri dæmi um þetta en á okkar landi, í landbúnaði, sjávarútvegi og ná- lega hvert sem litið er. „HIPKINSW peningaskápar af ýmsum stærðum ..oniiviit- samlagningarvclar Garðar (iislason lik*. HVERFISGÖTU 4-6, SÍMI 115 00

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.